Strandapósturinn - 01.06.1968, Blaðsíða 93
1815 til 1820. Hann var kvæntur íslenzkri konu, Ragnheiði Guð-
mundsdóttur og Elínar systur séra Einars Thorlacíusar í Otra-
dal. Dóttir Jens Stíesen með Guðrúnu Guðmundsdóttur á Skaga-
strönd var Ragnheiður, sem átti Jón Einarsson frá Sandnesi (á
Blöndubakka á Skagaströnd.)
Með Jens Stíesen fluttist sem þjónustustúlka til Reykjarfjarðar
Guðrún Jónsdóttir frá Látrum á Látraströnd. Hún giftist Magn-
úsi Guðmundssyni á Finnbogastöðum. Hún var systurdóttir
Jóns prófasts Péturssonar í Steinnesi.
I bókinni Hlynir og Hreggviðir er mjög ýtarleg frásögn um
það er Sören Stíesen undirkaupmaður í Höfðakaupstað flutti
til Kúvíkna. Frásögn þessi er skráð af fræðimanninum Magnúsi
Bjömssyni frá Syðra-Hóli. Ferðalag þetta varð sögulegt mjög
og orti einn af þeim er vora með í ferðinni, Hreggviður á Kald-
rana, tvær rímur þar sem ferðalaginu er lýst mjög ýtarlega.
Þessar rímur Hreggviðs eru prentaðar í Hafurskinnu 2. hefti,
Akureyri 1945.
Þessi sögulega ferð hófst með því að lagt var úr höfn í Höfða-
kaupstað laugardag fyrir hvítasunnu 9. maí 1818. Skipið var
teinæringur er Schram kaupmaður í Höfða átti og kallaði Svan.
Farþegar voru 5. Jakob ísak Bonnesen, nýskipaður sýslu-
maður í Strandasýslu, og var hann að taka við sýslunni. Hann
hafði dvalizt í Höfða um veturinn og verið óþarfur gestgjafa
sínum Schram, kaupmanni, því hann hafði af honum konuna.
Anna Schram, kona Schrams kaupmanns. Vilhelm Frímann son-
ur hennar tíu ára gamall. Sigríður Ámadóttir vinnukona madd-
ömunnar. Sören Stíesen undirkaupmaður. Skipverjar voru 10,
allt hraustir og þaulvanir sjómenn. Ferðinni var heitið til Kú-
víkna, Þar ætlaði Bonnesen að setjast að og Stíesen átti þangað
einnig erindi, því hann tók nú við verzlunarstjórastöðu í Kú-
víkum.
Það er skemmst af ferð þeirra að segja, að þeir fengu norðan-
hríð og stórsjó er út á flóann kom. Þeir bundu farþega sína við
rcngur skipsins svo eigi færu þeir útbyrðis, en
Stíesen harSur hvals um láS
meS hinum grönnum
91