Strandapósturinn - 01.06.1968, Qupperneq 96
Jón Salomonsson var vitur maður, margt var honum vel gefið
og jafnan vel snauðum mönnum sem áður er sagt. Var gjör-
hugull um þá er hýstir voru, að vel væri að þeim búið og þurrk-
uð vosklæði þeirra, gekk hann ríkt eftir því. Oft eggjaði hann
fátæka menn að taka út í kaupstaðnum hjá sér nauðsynjar sín-
ar, en spara sér að taka óþarfann. En í viðskiptum við auð-
gari menn þótti hann séður og viðsjáll í kaupum. Þegar Olafur
Sívertsen í Flatey og fleiri góðir menn börðust fyrir minnkandi
áfengisneyzlu landsmanna, minnkuðu íslenzku kaupmennirnir
Sigurður Jónsson í Flatey, Þorleifur Jónsson á Bíldudal og Jón
Salomonsson á Kúvíkum aðflutning á brennivíni, svo að einar
3 tunnur kornu þá til Kúvíkna, og svipað magn til hinna. Jón
andaðist um þetta leyti, en hann hefur að sjálfsögðu ráðið vöru-
kaupum fyrir það ár, hann dó 27. júlí, 1846, eins og áður er
sagt. Þegar útgefendur að ritinu Gestur Vestfirðingur sendu út
boðsbréf að ritinu, skrifaði Jón Salomonsson eftirfarandi orð
neðan á boðsbréf það, er honum var sent:
„Það má kalla vanvirðingu, verði ekki margir til að áteikna
þetta boðsbréf. Fyrir mitt leyti hefi ég lengi óskað, að ein-
hver duglegur maður risi aftur upp, sem gengist nú fyrir þessu,
og þá er það skeð.“ Meðal margra afkomenda Jóns var séra Guð-
mundur Salomonsen í Árnesi.
Árið 1847 verður verzlunarstjóri í Kúvíkum Þórarinn Thor-
arensen. Foreldrar Stefán Þórarinsson amtmaður á Möðru-
völlum í Hörgárdal og kona hans Ragnheiður Vigfúsdóttir
sýslumanns Hanssonar Scheving. Kona Þórarins var Katrín
Jakobsdóttir kaupmanns í Hofsós, Havsteen. Hún var föður-
systir Hannesar Hafstein ráðherra.
Eigi þótti Þórarinn hafa námsgáfur miklar, var því látinn gefa
sig að kaupmennsku. Var Þórarínn maður spaklátur sagður,
ritaði sig Thorarensen sem aðrir bræður hans. Meðal bama
hans með konu sinni var Jakob kaupmaður í Kúvíkum. Þórar-
inn var verzlunarstjóri í Kúvíkum til 1855.
Árið 1854 kom skip af Skagaströnd, er hét Víkingur, og átti
það Jakob verzlari Hólm frá Höfða. Þetta var teinæringur,
94