Strandapósturinn - 01.06.1968, Side 97
smíðaður undir Vík á Vatnsnesi, af Ólafi Jónssyni frá Melum
í Trékyllisvík.
Kristján af Skagaströnd var fyrir því, sá ráðamesti. Jón gó
Einarsson var þar á og Sigurður Magnús Sigurðsson frá Heiði,
Sauðár-Kristján, Eiríkur kallaður „götuskellir“ og Sveinn Þor-
leifsson frá Hjallalandi. Attu þeir að flytja komvöru í Kúvíkur.
Fengu þeir leiði á Reykjarfjörð útsunnan, gagnvart Gjögri. En
fyrir því að þá var hálfrokkið, en móti inn íjörðinn, vildi Jón
gó halda inn á Gjögur, kallaði þar lendingu kunna og vísari
landtöku. Kristján vildi setja út í flóa og halda þar sjó um nótt-
ina. En fyrir því að þá svipaði veðrið til suðurs, tók þeim ei fyrir
Djúpuhlein. Dreif því skipið upp á Hleinarkrossinn, Gjögurs meg-
in. Gjögrarar vom flestir háttaðir og vissu eigi hvað leið. Sáu skip-
verjar enga lífsvon, áður Sveinn frá Hjallalandi synti í land, fyrir
því að það var sund ei all-langt, en landtaka ill, brim mikið og
stórgrýtisurð fyrir. Fengu þeir þó kastað streng til Sveins. Björg-
uðust sumir á honum til lands, er fóru til Gjögurs.
Var þegar bragðið við, bæði á skipi og á landi, en illt skipum
við að koma. Þó var það að þeir fengu bjargað Kristjáni og þeim
er með honum vom, og nokkru af vörunni, er öll var skemmd
orðin. Skipið var afarmikið brotið. Vísaði Hólm Kristjáni frá
formennskunni og fékk hana Jóni gó, kom sjálfur vestur á
Gjögur með Jón timburmann Jónsson frá Víðimýri og fékk
aðra smiði til að bæta að skipinu, Ólaf Ólafsson frá Vindhæli,
Ólaf Andrésson frá Bæ og Sigurð frá Húsavík. Þess má geta að
Fönix, skip mikið er Jakob Þórarinsson átti, stóð uppi í legu
við land.
Arið 1855 verður verzlunarstjóri í Kúvíkum Jakob Jóhann
Thorarensen. Foreldrar Þórarinn Thorarensen verzlunarstjóri í
Kúvíkum og kona hans Katrín Jakobsdóttir Havsteen.
Kona Jakobs var Guðrún Óladóttir frá Ófeigsfirði Jenssonar
Víborg. Árið 1861 keypti Jakob verzlunina og rak síðan til ævi-
loka, en hann dó 2. janúar, 1911. Jakob stundaði einnig sjávar-
útgerð og landbúnað, og gegndi trúnaðarstörfum. Fjáraflamaður
og reyndist þó vel fátæklingum. Á seinni verzlunarámm sínum
var Jakob af alþýðu manna kallaður Gamli-Thor og aldrei heyrði
95