Strandapósturinn - 01.06.1968, Síða 101
Á milli jóla og nýárs var haldin jólatrésskemmtun fyrir böm.
Tókst hún mjög vel, og var glatt á hjalla. Þar komu þrír jóla-
sveinar og var dansað og sungið. Veitingar sáu félagskonur um
sjálfar.
Árið 1968 hófst félagsstarfsemin með sameiginlegum fagnaði
Strandamanna og Húnvetninga í Sigtúni. Fór hann mjög vel
fram og var þar mikið um skemmtiatriði, m.a. spurningakeppni
milli félaga, og báru Strandamenn sigur út býtum. Þarna léku
Kátir félagar fyrir dansi, og sóttu þennan fagnað um 250 manns.
Stærsta hátið ársins eða Árshátíð, var haldin 17. febrúar að
Hlégarði. Var heldur minni aðsókn en hefur verið undanfarin ár,
og kom þar margt til, en alls munu hafa komið rúmlega 200
manns. Þarna var dunandi dans til kl. 3 um nóttina. Stranda-
menn buðu formanni Húnvetningafélagsins ásamt tveimur stjóm-
armeðlimum á árshátíðina. Þarna skemmtu fimm húsmæður úr
félaginu með söng og finnskur maður sýndi leikfimi.
I marz var haldin skemmtun fyrir eldri Strandamenn, en þar
sáu félagskonur um veitingar að venju, og var þessi skemmtun
vel sótt.
I vetur hafa verið starfandi svokölluð konukvöld, þar sem kon-
ur úr félaginu hafa hitzt einu sinni í mánuði, fengið sér kaffi-
sopa, rabbað saman og verið með handavinnu með sér. Þessi kvöld
hafa sótt um 20—30 konur í hvert sinn, og stundum fleiri, og
vom þær allstaðar að úr sýslunni og á ýmsum aldri. Ákveðið var
að halda basar á þeim hlutum, sem unnir hafa verið á þessum
kvöldum, og safnaðist allmikið af góðum munum. Basarinn
var haldinn 18. maí og tókst ágætlega. Ákveðið er að stofna
sjóð, sem á að vera til þess að hjálpa sjúkum. Er fyrst og fremst
miðað við að geta rétt hjálparhönd, ef þarf að leita lækninga er-
lendis, en svoleiðis ferðir era oftast mjög fjárfrekar og væri vel,
ef hægt væri að koma til móts við einhvem, annaðhvort heima
eða heiman, sem þyrfti á slíkri hjálp að halda.
99