Strandapósturinn - 01.06.1968, Side 108
Við túngarðinn mætti Soffía Einari manni sinum, og sagði hún
honum, að hún myndi fylgja mér eitthvað upp á hálsinn. Hann
lét óánægju sína í ljósi, að senda svona unglinga yfir fjallveg,
sem þeim væri í raun og veru ofviða. Soffía sagði, að fáir væru
til að senda nema börn, — bjargarlaust heimilið og konan ein full-
orðin heima. Hún bað Einar vera rólegan og undrast ekki um
sig, hún mundi skila sér.
Þegar upp á hálsinn kom, hafði færðin mikið spillzt, sums
staðar umbrot fyrir hestinn. Hún sleppti hestinum aldrei við mig,
enda vonlaust, að ég kæmist þetta hjálparlaust. Hún fór því með
mér alla leiðina norður í Bjarnarfjörð. Við vorum 21/ klukku-
stund norður að Hvammi. Þar fékk hún mann til að fylgja mér
yfir Bjarnarfjarðará að Klúku. — Eg man að ég fór ofanámilli
bagganna á hestinum yfir ána, sem þá var ekki vatnsmikil, en
of djúp til þess að ég gæti vaðið.
En oft hefi ég hugsað um þetta ferðalag, þetta erfiði sem kon-
an lagði á sig og hjálp við mig og okkar fátæka heimili. Það er
ótrúlegt að hún hafi ekki verið orðin þreytt, þegar heim kom, eft-
ir 5 tíma samfellt ferðalag. Sjálfsagt myndu einhverjar nútíma-
konur geta þetta, — en þær myndu tæplega vera margar.
Árum saman fór Soffía ein á árabát yfir Steingrímsfjörð,
auk þess með öðrum, sem þurftu á flutningi að halda frá Sand-
nesi til Hólmavíkur, — og ekki alltaf í góðu veðri.
Eitt sinn kom unglingspiltur með naut, sem þurfti að slátra.
Ætlaði hann að fá hjálp á Sandnesi hjá Einari eða sonum hans
við að aflífa tudda. En nú var enginn heima, og ekki væntan-
legir þann daginn. I þá daga voru aðeins til framhlaðningar, og
auðvitað kunni hún að hlaða slík tæki. Hún bauð piltinum, að
þau skyldu reyna að slátra gripnum, ef hann vildi. Hann tók
því feginsamlega. Soffía hleður byssuna, heldur sjálf í nautið,
segir drengnum til, hvar rétt sé að skjóta, lagar byssuna að skot-
marki. — Hleyptu nú af, góði, — sagði hún, og allt fór vel, nautið
féll steindautt á völlinn. Þau gerðu svo allt sem þurfti, tóku höf-
uð af skepnunni, fláðu það og limuðu, fluttu síðan til Hólmavík-
ur. — Geri aðrir betur. Þessi saga flaug víða um byggð og þótti
lýsa vel áræðni og dugnaði Soffíu.
106