Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1968, Side 108

Strandapósturinn - 01.06.1968, Side 108
Við túngarðinn mætti Soffía Einari manni sinum, og sagði hún honum, að hún myndi fylgja mér eitthvað upp á hálsinn. Hann lét óánægju sína í ljósi, að senda svona unglinga yfir fjallveg, sem þeim væri í raun og veru ofviða. Soffía sagði, að fáir væru til að senda nema börn, — bjargarlaust heimilið og konan ein full- orðin heima. Hún bað Einar vera rólegan og undrast ekki um sig, hún mundi skila sér. Þegar upp á hálsinn kom, hafði færðin mikið spillzt, sums staðar umbrot fyrir hestinn. Hún sleppti hestinum aldrei við mig, enda vonlaust, að ég kæmist þetta hjálparlaust. Hún fór því með mér alla leiðina norður í Bjarnarfjörð. Við vorum 21/ klukku- stund norður að Hvammi. Þar fékk hún mann til að fylgja mér yfir Bjarnarfjarðará að Klúku. — Eg man að ég fór ofanámilli bagganna á hestinum yfir ána, sem þá var ekki vatnsmikil, en of djúp til þess að ég gæti vaðið. En oft hefi ég hugsað um þetta ferðalag, þetta erfiði sem kon- an lagði á sig og hjálp við mig og okkar fátæka heimili. Það er ótrúlegt að hún hafi ekki verið orðin þreytt, þegar heim kom, eft- ir 5 tíma samfellt ferðalag. Sjálfsagt myndu einhverjar nútíma- konur geta þetta, — en þær myndu tæplega vera margar. Árum saman fór Soffía ein á árabát yfir Steingrímsfjörð, auk þess með öðrum, sem þurftu á flutningi að halda frá Sand- nesi til Hólmavíkur, — og ekki alltaf í góðu veðri. Eitt sinn kom unglingspiltur með naut, sem þurfti að slátra. Ætlaði hann að fá hjálp á Sandnesi hjá Einari eða sonum hans við að aflífa tudda. En nú var enginn heima, og ekki væntan- legir þann daginn. I þá daga voru aðeins til framhlaðningar, og auðvitað kunni hún að hlaða slík tæki. Hún bauð piltinum, að þau skyldu reyna að slátra gripnum, ef hann vildi. Hann tók því feginsamlega. Soffía hleður byssuna, heldur sjálf í nautið, segir drengnum til, hvar rétt sé að skjóta, lagar byssuna að skot- marki. — Hleyptu nú af, góði, — sagði hún, og allt fór vel, nautið féll steindautt á völlinn. Þau gerðu svo allt sem þurfti, tóku höf- uð af skepnunni, fláðu það og limuðu, fluttu síðan til Hólmavík- ur. — Geri aðrir betur. Þessi saga flaug víða um byggð og þótti lýsa vel áræðni og dugnaði Soffíu. 106
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.