Strandapósturinn - 01.06.1968, Qupperneq 109
Eitt sinn sem oftar var Soffía stödd á heimili, þar sem veik-
indi voru. Þar á meðal var þannig ástatt, að kona fæðir barn,
sem er mikið vanskapað, sérstaklega í andliti. Ekki var sjáanlegt,
að hægt mundi vera að lagfæra það á neinn hátt. Móðirin var
mikið veik, og ástandið á heimilinu mjög ömurlegt. Ljósmóðirin
var kjarklítil og ráðalaus, og tjáði Soffíu vandræðin. Hún sagði
strax, að hún skyldi taka barnið heim með sér, þar til að konan
fengi heilsu og gæti haft það hjá sér. Hún gæti svo sótt það,
þegar betri ástæður yrðu á heimilinu. Þetta varð, og hafði hún
barnið hjá sér langan tíma. Síðar sótti móðirin það, eins og talað
var um. Bamið lifði aðeins í fáa mánuði eftir það. Um greiðslu
fyrír þessa hjálp þurfti ekki að tala.
Tengdafaðir minn, Sigvaldi Guðmundsson, þekkti Soffíu allra
manna bezt og var samtíða henni, fyrst á næsta bæ, Hellu,
og síðar tengdasonur hennar, átti fyrir konu, Guðbjörgu, dóttur
Soffíu, og bjuggu þau mjög lengi í sambúð við hana á Sand-
nesi. Hann sagðist aðeins einu sinni hafa séð hana falla saman
1 mikilli sorg, enda misstu þau þá mikið, Sandneshjónin. Það
var þann vetur, sem hún missti tvo syni sína, Torfa og Einar,
fullorðna efnismenn, og fóstursoninn Elías, í sjóinn. Hákarlaskip
var gert út frá Hellu og hafði uppsátur á Gjögri. Torfi frá Sand-
nesi var skipstjóri. Tólf menn vom á skipinu. Það fórst með allri
áhöfn seinni hluta vetrar í ofsaveðri og stórsjó.
Fréttin um slysið kom með sendiboða norðan frá Eyjum til Ingi-
mundar hreppstjóra á Hellu, sem átti skipið. Soffía var þá stödd á
Hellu og fékk fréttina. Skarðið var stórt, sem þarna var brotið
í fjölskylduna. Báðir synimir, nýtrúlofaðir, horfnir, og svo fóstur-
sonurinn. Sandnesheimilið minnkaði mikið við fráfall þessara
góðu hagleiksmanna. Tilfinningar Soffíu létu undan um stund, og
undraðist það víst enginn.
Sigvaldi sagðist hafa fylgt Soffíu inn að Sandnesi, og þaðan
hélt hann áfram til þeirra bæja, þar sem mennirnir, sem fórust,
áttu heima. Mörg konan var orðin ekkja og börn föðurlaus. Þann-
ig hefur farið oft áður og síðar, við okkar strendur. Það er ekki
létt verk að tilkynna þær fréttir til nánustu ættingja. — Eg kom
við í bakaleiðinni, sagði Sigvaldi, og hitti þá Soffíu. Trú hennar
107