Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 116

Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 116
Oft andaði köldu á vetrum og langt fram eftir vori, hafís lá fyrir landi svo ekki var komist á sjó. Eitt ár man ég, fyrr en frostaveturinn 1918, að genginn var hafís samfrosta um firði þvera, austan af Vatnsnesi og heim til okkar. En það var eins og fólkið tæki þessu með jafnaðargeði. Um náttúruhamfarir var engan að saka. Til engra hægt að gera kröfur um aðstoð, sem skylt væri að veita, enda reyndu flestir að standa á eigin fótum svo lengi að stætt var. Það sagði móðir mín mér, að árskaup vinnukonu hefði verið 30 krónur. En prjónafatnað lét hún þeim í té, þar að auki, eftir þörfum. Efni í eina dagtreyju kostaði 90 aura eða ca. 30 aura alinin. Viðarreki talsverður var á Skriðnesenni og hann mikið notaður til eldsneytis. Fylgdi þeim hlunnindum vinna og vossamar ferðir á fjörur að vetrarlagi. Heiman fór ég fyrst 18 ára gömul, þá til Sauðárkróks. Þar átti ég frændfólk sem ég var hjá af og til í tvö ár. Hálf- an vetur fór ég til náms í unglingaskólann á Heydalsá og tvo vetur í Kvennaskólann á Blönduósi. Við Heydalsárskólann störf- uðu þá Sigurgeir Asgeirsson, skólastjórinn og Ragnheiður systir hans. Árið 1915 giftist ég Rögnvaldi Sturlaugssyni verkstjóra og settum við saman heimih það sama ár á FelH í KoUafirði og höfðum nokkurn hluta jarðarinnar til afnota. Mótbýlismenn okk- ar voru, fyrst Guðmundur Einarsson frá Snartartungu eitt ár, og svo Eggert Einarsson frá Gröf í Bitru þar til 1920 að við fluttumst að Hvoli í Saurbæ. Á Felli vorum við því harðindaárið 1918. Var þá oft kalt um að litast og óblítt að horfa til Húnaflóa. Eldstóin mín stóð á óþiljuðu moldargólfi. En eins og ég sagði áðan, ekki þýddi annað en taka hlutunum með jafnaðargeði. Það var ekki upp í neinn að víla. Eftir fárra ára dvöl á HvoH fluttumst við að Melum á Skarðs- strönd, en eftir mánaðarveru þar varð ég fyrir áfaHi, sem varð þess valdandi að síðan hef ég ekki heilum fæti stigið nokkurt 114
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.