Strandapósturinn - 01.06.1968, Side 122
Heiðursskírteini fengust aldrei prentuð þrátt fyrir ósk forseta,
en Þorsteinn Jónsson bóndi í Broddanesi skrautritaði þau, meðan
hans naut við. Það, sem einkum vekur athygli í sambandi við
starfsemi þessa félags, eru kaup þess á blöðum og tímaritum. I
þeim efnum stendur það langtum framar öðrum lestrarfélög-
um á Vesturlandi.
Ekki er ósennilegt, að fyrir atbeina félagsins hafi fleiri menn í
Strandasýslu átt aðgang að blöðum og tímaritum landsmanna
en þá átti sér stað í nokkurri annari sýslu landsins. Blöð þau og
tímarit, sem félagið keypti, voru þessi:
Ný félagsrit, Reykjavíkurpóstur, Skírnir, Norðurfari, Gestur
Vestfirðingur, Þjóðólfur, Landstíðindi, Norðri, Ingólfur og Al-
þingistíðindi, en þau voru þá af mörgum skoðuð sem tímarit.
Af tímaritum þessum og blöðum voru keypt 3—5 eintök. Þó var
ekki keypt nema eitt eintak af Skírni, en svo stóð á því, að á einum
fundinum gerðust 10 af félagsmönnunum meðlimir Bókmenntafé-
lagsins.
Ymsir munu sakna Fjölnis í áðurgreindri upptalningu, en því
var svo farið meðal alþýðu í Strandasýslu, að hann átti þar ekki
upp á pallborðið fremur en víða annarsstaðar. Ásgeir í Kollafjarð-
arnesi fór þó fram á það á einum fundinum, að félagið tæki Fjölni
upp í árgjald sitt, þótt ekki mundi hann við alþýðusmekk, eins og
hann orðaði það.
Einn fundarmanna greip þá fram í og sagði, að það væri eins
með Fjölni og fuglana, sem flygi fyrir ofan höfuðið á sér, að
hann gæti ekki fylgzt með honum. Boði Ásgeirs var þó tekið, og
fékk félagið upp frá því eitt eintak af Fjölni.
Ásgeir í Kollafjarðarnesi var um þessar mundir að búa Stranda-
menn undir þátttöku í þjóðfrelsismálum landsmanna. Einn þátt-
urinn í því uppeldi var að gefa þeim kost á að lesa sem flest blöð
og tímarit, er Islendingar gáfu þá út. Dreifingu blaðanna meðal
félagsmanna var hagað á aðra lund en dreifingu bókanna, og hún
miðuð við það, að þau kæmust í hendur sem flestra á sem
skemmstum tíma. En þrátt fyrir það kvörtuðu félagsmenn yfir
því, að lestur blaðanna gengi ekki nægilega greitt fyrir sig.
Sýnir það meðal annars áhuga þeirra á að fá blöðin.
120