Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 122

Strandapósturinn - 01.06.1968, Page 122
Heiðursskírteini fengust aldrei prentuð þrátt fyrir ósk forseta, en Þorsteinn Jónsson bóndi í Broddanesi skrautritaði þau, meðan hans naut við. Það, sem einkum vekur athygli í sambandi við starfsemi þessa félags, eru kaup þess á blöðum og tímaritum. I þeim efnum stendur það langtum framar öðrum lestrarfélög- um á Vesturlandi. Ekki er ósennilegt, að fyrir atbeina félagsins hafi fleiri menn í Strandasýslu átt aðgang að blöðum og tímaritum landsmanna en þá átti sér stað í nokkurri annari sýslu landsins. Blöð þau og tímarit, sem félagið keypti, voru þessi: Ný félagsrit, Reykjavíkurpóstur, Skírnir, Norðurfari, Gestur Vestfirðingur, Þjóðólfur, Landstíðindi, Norðri, Ingólfur og Al- þingistíðindi, en þau voru þá af mörgum skoðuð sem tímarit. Af tímaritum þessum og blöðum voru keypt 3—5 eintök. Þó var ekki keypt nema eitt eintak af Skírni, en svo stóð á því, að á einum fundinum gerðust 10 af félagsmönnunum meðlimir Bókmenntafé- lagsins. Ymsir munu sakna Fjölnis í áðurgreindri upptalningu, en því var svo farið meðal alþýðu í Strandasýslu, að hann átti þar ekki upp á pallborðið fremur en víða annarsstaðar. Ásgeir í Kollafjarð- arnesi fór þó fram á það á einum fundinum, að félagið tæki Fjölni upp í árgjald sitt, þótt ekki mundi hann við alþýðusmekk, eins og hann orðaði það. Einn fundarmanna greip þá fram í og sagði, að það væri eins með Fjölni og fuglana, sem flygi fyrir ofan höfuðið á sér, að hann gæti ekki fylgzt með honum. Boði Ásgeirs var þó tekið, og fékk félagið upp frá því eitt eintak af Fjölni. Ásgeir í Kollafjarðarnesi var um þessar mundir að búa Stranda- menn undir þátttöku í þjóðfrelsismálum landsmanna. Einn þátt- urinn í því uppeldi var að gefa þeim kost á að lesa sem flest blöð og tímarit, er Islendingar gáfu þá út. Dreifingu blaðanna meðal félagsmanna var hagað á aðra lund en dreifingu bókanna, og hún miðuð við það, að þau kæmust í hendur sem flestra á sem skemmstum tíma. En þrátt fyrir það kvörtuðu félagsmenn yfir því, að lestur blaðanna gengi ekki nægilega greitt fyrir sig. Sýnir það meðal annars áhuga þeirra á að fá blöðin. 120
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.