Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Síða 8

Strandapósturinn - 01.06.1976, Síða 8
Til lesenda Með þessu hefti Strandapóstsins, sem er 10. árgangur, má segja að áfanga sé náð, því oft hafa tímarit reynst skammlífari á íslandi. Á slíkum tímamótum líta menn gjarnan yfir farinn veg og reyna að leggja mat á það, sem á undan er gengið. Stranda- pósturinn mun þó ekki gera tilraun til slíks hér, heldur láta lesendum eftir að dæma. Væri vel ef einhverjir vildu láta í sér heyra um það mál. Þess í stað vilja ritnefndarmenn nú minnast eins ágætasta stuðningsmanns Strandapóstsins frá upphafi, dr. Símonar Jóhannesar Ágústssonar, sem lést 1. desember sl. Ritsmíðar hans, sem birst hafa í Strandapóstinum undanfarin ár og einnig nú í þessu hefti, bera dálæti hans á íslenskri alþýðumenningu og þjóðlegum verðmætum órækt vitni. Dr. Símon var hámenntaður gáfumaður, sem kunni að njóta hins rammíslenska í fari ein- staklingá og þjóðar og leggja á það skynsamlegt og raunhæft mat. Dr. Símon Jóhannes Ágústsson fæddist í Kjós í Árneshreppi 28. september 1904. Foreldrar hans voru Petrína Sigrún Guð- mundsdóttir og Ágúst Guðmundsson, bóndi í Kjós. Störf hans á sviði vísinda, félagsmála auk margháttaðra ritstarfa á öðrum sviðum eru alþjóð kunnug og verða ekki tíunduð hér. Á erfiðum árum kreppunnar um 1930 sótti hann gull menntunar og menningar í greipar erlendum stórþjóðum og lét landa sína vel njóta um langa starfsævi. Jafnframt varðveitti hann hina römmu taug og hinn hreina tón íslensks alþýðleika, sem best reynist þegar annað bregst. Fyrir það skulu honum færðar ein- lægar þakkir og hann kvaddur hinstu kveðju í góðri minningu. Aðstandendum vottar ritnefnd og stjórn Átthagafélags Strandamanna dýpstu samúð. Að lokum skal hér komið á framfæri leiðréttingum við mis- sögn í 9. hefti, bls. 37, í skýringum við bæjarnafnaþulu úr Árneshreppi. Af óskiljanlegum ástæðum hafa nöfnin „Ávík“ og „Djúpavík“ slæðst inn í textann. Þetta falli burt, en í staðinn komi Stóra-Ávík og Litla-Ávík. Sigurrós Jónsdóttir er beðin velvirðingar á þessum mistökum. Ritnefnd Strandapóstsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.