Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 12
nota, og árarnar hafði einu sinni tekið út af skipinu, er það var í
drætti í viðarflutningum, og mun hafa rekið inni í Miðfjarðar-
sandi. Ekki var gerð gangskör að því að endurheimta þær og
munu þær því fyrir löngu úr sögunni.
Þegar gert var við Ófeig um það bil sem hann var kominn i hús
á Reykjum var smíðað nokkuð af farviði. Stýri og stýrissveif er
hvort tveggja nýtt, fjórar árar voru smíðaðar nýjar og þar farið
að mestu eftir gamalli teikningu af skipinu og fyrirsögn Péturs
Guðmundssonar frá Ófeigsfirði, en seglabúnað, plitta og lifrar-
kassa vantar allt. Væri þó unnt að smiða það að nýju svo sem það
var, þar sem nýlega hefur verið smíðað mjög vandað og ná-
kvæmt líkan af Ófeigi og þar farið eftir teikningu og gamalli
ljósmynd svo og fyrirsögn þeirra Péturs Guðmundssonar og Ei-
ríks Guðmundssonar frá Dröngum, sem gerla þekktu skipið.
Líkanið gerði Helgi S. Eyjólfsson bifreiðastjóri og er það til sýnis
í Þjóðminjasafni. Er líkanið nú bezta heimildin um það, hversu
skipið var búið.
En fleira þurfti til hákarlaveiðanna en skip og farvið. Veiði-
tækin voru ekki minnsta atriðið, sóknir og vaðir, skálmar,
ífærur, drepir og trumbujárn. I safninu á Reykjum eru hákarla-
sóknir, þó víst engin frá útgerð Ófeigs, en minna er um aðra
hluti. Einn keflavaður, lagvaður, er þar einnig, en hann er aust-
firzkur, frá Vattarnesi við Reyðarfjörð. En að líkindum hafa þeir
verið með svipuðum hætti á Ströndum.
Og er heim var komið með lifrina þurfti viðbúnað til að bræða
hana, potta til bræðslunnar og sái til að gevma lifrina i. Voru
þetta gríðarstór ílát, sáirnir smíðaðir heima en pottarnir inn-
fluttir.
Þegar Ófeigur var fluttur að Reykjum 1961 var þess ekki gætt
að flytja einnig þangað stóran og mikinn lifrarsá frá Ófeigsfirði,
sem einmitt var notaður við útgerð Ófeigs. Þetta var þó lengi
umrætt, en það var ekki fyrr en sumarið 1975 að af þessu varð, og
þá var einnig aflað fleiri slíkra hluta þaðan norðanað.
Ég gerði mér ferð norður á Strandir sl. sumar, bæði til að
kynnast þessum landshluta betur af eigin reynd og eins til að
huga að veiðitækjum frá hákarlaútgerðinni. Mér tókst fyrir
10