Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 16
firði er hákarlahjallur enn við lýði og vera má, að þeir séu til á
bæjum á Bölum. Að minnsta kosti var hjallur fyrir nokkrum
árum í Eyjum. Hákarlahjallar verða trauðla fiuttir og þyrfti því
að vera hægt að varðveita einhvern eðaeinhverja þeirra á sínum
stað, sem heimildir og minjagripi um hákarlaútveginn norður
þar.
Fyrir um 20 árum gaf Bjarni Jónsson frá Asparvík Þjóð-
minjasafninu gömlu hákarlaveiðarfærin sín, og má lesa prýðis-
góða grein eftir Bjarna um doggaróðrana í Arbók Fornleifa-
félagsins 1954. Þarna fékk safnið heila samstæðu af veiðarfær-
um, sem það átti ekki fyrir. Að vísu vantaði einn hlut, sem ekki
fylgdi með, kríuna, sem höfð var til að kría öngulinn út úr
hákarlinum. Þetta var í rauninni einföld spýta með sagaðri skoru
,,kríu“ upp í endann. Hún var færð niður af keðjunni og í bug
önglinum og honum ýtt þannig úr maganum. Ur þessari vöntun
bætti Bjarni nú nýlega. Hann smíðaði nýja kríu, eins og þá sem
hann hafði sjálfur notað, og vantar nú aðeins hákarlavaðinn
sjálfan svo að safnið eigi veiðarfærin öll eins og þau lögðu sig. Úr
því hyggst Bjarni bæta bráðlega, þótt nú sé erfitt orðið að fá vaði
úr hampsnæri. — Þess má og geta, að Bjarni á enn gamla há-
karlaskipið sitt, Síldina, og er hún í notkun í Bjarnarhöfn. Síldin
er gamall bátur að stofni, að minnsta kosti þegar til árið 1880 og
er eina skipið sem nú er til með Bolungarvíkurlaginu gamla.
Þennan bát þarf að taka til varðveizlu á safni þegar hætt verður
að nota hann til síns brúks, en Bjarni Jónsson mun síðastur
manna hafa stundað hákarlaveiðar norður á Ströndum, eða allt
til þess tíma er hann fluttist í Bjarnarhöfn, árið 1951. Þar með
lauk þessum forna útvegi Strandamanna, hákarlaútgerðinni,
sem svo lengi færði björg í bú og hefur reynzt heimamönnum
drjúg tekjulind á þeim tímum er lýsið var flutt út til að lýsa upp
erlendu stórborgarstrætin.
Þór Magnússon
14