Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 21

Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 21
kallaður, en það var rétt hlaðin úr torfi og grjóti, áföst við réttina var kró með þaki og hurð fyrir útgöngudyrum, ofan við hurðina voru rimlar svo birtu gæti lagt inn í króna. Á þeim vegg króar- innar, sem var sambyggður við réttina, var lúgugat með hurð fyrir. Þegar stíað var, voru ærnar reknar í stekkinn að kvöldi, lömbin tekin frá þeim og sett inn í króna í gegnum lúgugatið og lokuð þar inni yfir nóttina. Ánum var sleppt úr réttinni, en þær fóru ekki langt því lömbin jörmuðu í krónni og vissu ærnar að lömbin þeirra voru þar inni og héldu sig því í námunda við þau. Að morgni voru ærnar reknar í stekkinn og mjólkaðar, en ekki var gengið mjög nærri þeim svo lömbin fengju eitthvað til að svala þyrstum munni eftir mikinn jarm og heillar nætur að- skilnað. Þegar búið var að mjólka ærnar, var lömbunum hleypt út um dyrnar á krónni og varð þá fagnaðarfundur þegar móðir og lamb hittust og var ekki beðið með að bregða sér á spena móðurinnar, en þar var minna að fá en venjulega og varð lambið að bæta sér upp mjólkurmissinn með því að halda sig betur að beitinni. Þannig voru þau búin undir það, að missa móður- mjólkina og bjarga sér sjálf. Þetta var endurtekið í allt að viku- tíma og voru þá bæði ær og lömb farin að venjast þessu og virtust taka þessu með mikilli ró. Einhvern morguninn, þegar búið var að mjólka ærnar voru þær reknar til fjalls og fylgdi þeim smalinn með fjárhund sinn. Hjásetan var hafin. Þegar smalinn var kominn vel í hvarf með kvíaærnar, var lömbunum hleypt út úr krónni, en nú söknuðu þau vinar í stað, móðirin var horfin. Allmargt af heimilisfólkinu hafði safnazt saman við stekkinn til að taka þátt í lambarekstrinum, sem var nú mun auðveldari og léttari, en þegar hin aðferðin var viðhöfð. Þegar stíað var, vöndust lömbin manninum og að vera fjarvistum við móðurina. Þetta hvorttveggja mun hafa haft áhrif á þau, svo þau urðu gæfari og hræðslulítil þó maðurinn nálgaðist þau. En ekki breyttist eðli þeirra með að para sig saman tvö og tvö og fylgjast að allt sumarið. Um lambarekstur má segja, að hann var nokkuð, sem enginn 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.