Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 58
róðrar, en þeir voru frekar stopulir til páska. — Á páskum kom
svo annað úthald, fjórir menn á báti frá Arngerðareyri, eign
Ásgeirs Guðmundssonar. Formaður á honum hét Friðrik
Bjarnason frá Lágadal.
Venjulega var farið á fætur til að beita um klukkan þrjú og um
klukkan fimm á sjóinn. Eftir páskana, eða þegar fram á vorið
kom, var venjulega vaknað klukkan eitt og farið þá sem fljótast á
sjóinn til að draga grásleppunetin og fá úr sleppunni innyflin til
að beita þeim út. Leið nú fram eftir vertíð og bar ekkert sérstakt
til tíðinda.
í maí barst skæð inflúensa í veiðistöðina, sem lagði fjölda
manns í rúmið. Sagði þá formaður okkar: „Þið eruð óreyndir,
ungir og frískir, um að gera að halda sig sem mest utan við.
Búðin okkar er afskekkt og við getum vel varið okkur. Eg skal
gera hvað ég get til þess að pestin komi ekki í okkur“. Fór hann
þá í skyndi til ísafjarðar, keypti þar á tvær flöskur af brennivíni
og talsvert af kamfóru, er hann setti í vínið og gaf okkur svo
skammt af þessu við og við. Leið nú svo fram, a.m.k. vikutíma, að
við rerum hvern dag, þótt almenningur væri í landi. Var nú
rúmt á miðunum og reytingsafli. — Hinn bátsformaðurinn hafði
svipaða aðferð, samt sluppu þeir ekki alveg en frekar vel. Var nú
sóttur sjór af ýtrasta kappi, því nú skyldum við sýna að við
værum ekki öllu lélegri en aðrir vermenn. Morgun einn var
þungt í lofti og gekk á með vestan hviðum, þó ekki svæsnum. Við
fórum samt á sjóinn að vanda, drógum net og beittum út og
lögðum um tuttugu lóðir í vestanverðu djúpi, fram af Seljadal.
— Þetta gekk sæmilega, því að vindátt var á skutröng og því
heldur undanhald. Venjulega var svo farið upp fyrir, sem kallað
var og dregið út og norður, en að þessu sinni var frá því horfið,
því að hvassviðri var komið af suðvestri. Var nú legið við djúp-
dufl og átti að draga lóðina upp, því að þær þóttu liggja ólag-
lega, — of mikið út og inn, þótti það ófiskilegra. Eftir styttri tíma
en æskilegt var, var byrjað að draga og gekk það erfiðlega, því að
illa hafðist áfram. Mjakaðist þetta þó, því að enn var roklaust
veður eða þar til eftir voru þrjár lóðir. Var þá engin leið að ná
lóðinni á hjól. Kallar þá formaðurinn hvasst til andófsmanna og
56