Strandapósturinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Strandapósturinn - 01.06.1976, Qupperneq 58

Strandapósturinn - 01.06.1976, Qupperneq 58
róðrar, en þeir voru frekar stopulir til páska. — Á páskum kom svo annað úthald, fjórir menn á báti frá Arngerðareyri, eign Ásgeirs Guðmundssonar. Formaður á honum hét Friðrik Bjarnason frá Lágadal. Venjulega var farið á fætur til að beita um klukkan þrjú og um klukkan fimm á sjóinn. Eftir páskana, eða þegar fram á vorið kom, var venjulega vaknað klukkan eitt og farið þá sem fljótast á sjóinn til að draga grásleppunetin og fá úr sleppunni innyflin til að beita þeim út. Leið nú fram eftir vertíð og bar ekkert sérstakt til tíðinda. í maí barst skæð inflúensa í veiðistöðina, sem lagði fjölda manns í rúmið. Sagði þá formaður okkar: „Þið eruð óreyndir, ungir og frískir, um að gera að halda sig sem mest utan við. Búðin okkar er afskekkt og við getum vel varið okkur. Eg skal gera hvað ég get til þess að pestin komi ekki í okkur“. Fór hann þá í skyndi til ísafjarðar, keypti þar á tvær flöskur af brennivíni og talsvert af kamfóru, er hann setti í vínið og gaf okkur svo skammt af þessu við og við. Leið nú svo fram, a.m.k. vikutíma, að við rerum hvern dag, þótt almenningur væri í landi. Var nú rúmt á miðunum og reytingsafli. — Hinn bátsformaðurinn hafði svipaða aðferð, samt sluppu þeir ekki alveg en frekar vel. Var nú sóttur sjór af ýtrasta kappi, því nú skyldum við sýna að við værum ekki öllu lélegri en aðrir vermenn. Morgun einn var þungt í lofti og gekk á með vestan hviðum, þó ekki svæsnum. Við fórum samt á sjóinn að vanda, drógum net og beittum út og lögðum um tuttugu lóðir í vestanverðu djúpi, fram af Seljadal. — Þetta gekk sæmilega, því að vindátt var á skutröng og því heldur undanhald. Venjulega var svo farið upp fyrir, sem kallað var og dregið út og norður, en að þessu sinni var frá því horfið, því að hvassviðri var komið af suðvestri. Var nú legið við djúp- dufl og átti að draga lóðina upp, því að þær þóttu liggja ólag- lega, — of mikið út og inn, þótti það ófiskilegra. Eftir styttri tíma en æskilegt var, var byrjað að draga og gekk það erfiðlega, því að illa hafðist áfram. Mjakaðist þetta þó, því að enn var roklaust veður eða þar til eftir voru þrjár lóðir. Var þá engin leið að ná lóðinni á hjól. Kallar þá formaðurinn hvasst til andófsmanna og 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Strandapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.