Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 59

Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 59
segir: „Hvað er þetta, því getið þið ekki haft áfram í logninu?“ Var nú settur þriðji maður í andóf, því nokkuð var misróið og náðust þá lóðirnar inn. Var fiskurinn, sem fengist hafði nokkuð hæfilega mikill til kjölfestu í bátinn. Var nú farið að berja í land og gekk smátt og smátt, því að rok var komið á Skutulsfirði og rokhnútar til og frá. Var látið horfa á Seljadal, en vannst lítið á. Segir þá formaðurinn við þá sem frammí reru: „Látið þið okkur hafa árarnar og reisið mastrið, við skulum ekki spara strigann“. Var nú það ráð tekið að rifa seglið og krusa. Er ekki að orðlengja það, að sex slagir voru teknir og vannst stundum nokkuð á, stundum voru teknir kippir að berja með árunum. Var nú komið um nón og algert rok á Skutulsfirði, en nokkrir hviðuvindar undan Eyrarfjalli. Vorum við þá fram af Hnífsdal innarlega, eða sem næst var hægt að komast rokspildunni út af firðinum. Vit- anlega vorum við of djúpt og engin leið að aka segli. Tókum við þá til ára og var stefnt utanvert á Hnífsdal, eða á Skarfasker, með þvi vannst nokkuð á. Þegar út fyrir dalinn kom, var breytt um stefnu, þó erfitt væri og róið af öllum mætti inn með. Náðum við landi um klukkan sex, þótt ótrúlegt þætti að flestra eða allra dómi er um það ræddu síðar. Hin skipshöfnin, sem þarna var í búðinni, hafði ekki farið á sjó þennan dag. Einn af hásetum Friðriks hét Kristján Fransson frá Tungu í Dalamynni, maður á 76. ári. Sagðist hann vera búinn að róa fjörutíu vertíðir í Bolungarvík og ekki minnast þess, að djarfar hefði verið gengið að sjóferðum eftir ástæðum, en við gerðum. Fannst okkur strákunum þetta frekar öfundarorð eða hól, sem við ættum skilið. Lengi var kamfórubrennivínið notað og aldrei lögðumst við í rúmið eða slepptum sjóferð vegna sjúk- leika. Þó kom lítilsháttar lumpa í okkur til skiptis. Var til þess arna þá lengi tekið og ekki fritt við að Ari væri öfundaður af því að hafa slíka „junkara“. Margir felldu niður róðra í hálfan mánuð og sumir lengur. Vitanlega lá framkvæmd þessa alls í því, að formaðurinn var framsækinn, kappsfullur og öruggur í besta lagi og lífsvenjur þeirra tíma gengu út á það að standa meðan stætt var. Það var engin aktaskrift á vinnubrögðunum. — 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.