Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 61

Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 61
þá strax byrjað. Kom þá upp úr kafinu að allir höfðu þeir átt vettlinga í stafnloki bátsins og líka smokkfæri, en nú var þetta allt á bak og burt. Urðu þeir því að bjargast við það er hendurnar héldu um. Sörguðu þeir svo upp lóðirnar á þann hátt, að einn dró þær i hringi, en fjórir andæfðu. Afli var frekar lítill, en þó nokkur. Þá var nú eftir að komast í land og leit heldur þunglega út með það, því hvassviðri var mikið, þungur sjór og rok inn til fjarðanna. Voru nú rifuð segl og sett upp og fékkst horf innan við Asparvík. Var svo slagur látinn standa og náðist upp undir norður undan Bjarnarfirði. Vildi þá til, sem oft vill verða, að veðrið lægði heldur, enda liðið á dag og klukkan sjö um kvöldið var komið á hægviðri. Eftir langan barning komust þeir fyrst að landi hjá Malarhorni og fóru allir hásetarnir þar upp til að ná sér í vatn. Einn sagðist þó víst hafa drukkið bara sjó, enda var þá orðið dimmt. Var Ari eftir við bátinn og sagði síðar, að hann hefði ekki viljað láta það eftir þeim, hásetum sínum, að fara að leita að vatni, heldur sýna þeim, að hann þyldi ekki verr en þeir, þótt einhverju þungu andaði. Til manna komu þeir fyrst á Drangsnesi og þar fengu þeir mat og kaffi, því að ekkert höfðu þeir með sér haft, enda ekki venja á þeim árum. Sögðu þeir sjómönnum, er á Drangsnesi voru, ferðasöguna og var ég einn af þeim og hitaði handa þeim kaffið. Gekk þeim nú vel heim til sín og ekki munu hásetar Ara hafa manað hann oftar til sjóferða, enda var það víst óþarfi. (Athugasemd: Þessar minningar um Ara Magnússon, voru birtar í Sjómannablaðinu „Víkingur“, 2. tölublaði 1966. En vegna rúmleysis í Strandapóstinum, er greinin allmikið stytt, og er beðist velvirðingar á því. Ritnefnd.). 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.