Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 69

Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 69
Þó hóllinn væri vaxinn töðugrasi, var eins og engin skepna mætti njóta þess. Ef þær fóru að seilast til beitar á hólnum, var eins og þær væru reknar þaðan samstundis. Að sjálfsögðu var hóllinn aldrei sleginn. Eins og áður er sagt, voru þessi launblótshof staðsett alllangt frá mannabústöðum. Næsti bær við hofið stóð neðarlega í tung- unni milli Goðdals og Sunndals og hét Tungukot. I Goðdal er mjög mikil snjóflóðahætta. Einn vetur féll snjóflóð á bæinn Tungukot og tók hann af, og fórust þar flestir heimilismenn. Tóftir þessa bæjar hafa sést til skamms tíma og sjást máske enn. Eftir slysið var bærinn byggður upp aftur, en allmiklu ofar í hlíðinni, þar sem öruggt þótti að snjóflóð yrði honum ekki að grandi, en nokkuð löngu síðar féll snjóflóð úr Goðdalshyrnu og lá nærri að það tæki af bæinn þar í tungunni. Þá var hann fluttur fram í dalinn þangað, sem hann stóð alla tíð síðan fram undir árið 1950. Síðastir bænda, sem bjuggu í þeim bæ, voru Kristmundur Jóhannsson og Páll sonur hans. Goði Goði hét maður. Hann var hraustmenni mikið og eigi við alþýðuskap. Hann hafði verið í herförum víða um lönd og var stórauðugur. Þegar hann hætti herferðum, setti hann bú í dal þeim er gengur norðvestur úr Bjarnarfirði og kallaði Goðadal. Þegar Goði fann dauða sinn nálgast, setti hann gull sitt allt í kistu stóra og sökkti henni undir foss þann í Goðdalsá er heitir Goðafoss og gekk svo frá, að eigi skyldi neinum auðnast að ná gullinu, því svo var skaplyndi hans, að eigi gat hann unnt öðrum að njóta gullsins. Meðan Goði bjó í Goðdal hafði hann útræði nokkuð og hafði af því hagsæld mikla. Hóll einn er neðarlega í gamla túninu í Goðdal, og á Goði að vera þar heygður í skipi sínu. Þessi hóll var með lægð í kollinn líkt og þar hefði verið holrúm nokkurt, er fallið hefði saman, og í vætutíð sást vatn koma undan hólnum. Það var eins með þennan hól og hofrústirnar, að þar mátti engu hreyfa. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.