Strandapósturinn - 01.06.1976, Blaðsíða 69
Þó hóllinn væri vaxinn töðugrasi, var eins og engin skepna
mætti njóta þess. Ef þær fóru að seilast til beitar á hólnum, var
eins og þær væru reknar þaðan samstundis. Að sjálfsögðu var
hóllinn aldrei sleginn.
Eins og áður er sagt, voru þessi launblótshof staðsett alllangt
frá mannabústöðum. Næsti bær við hofið stóð neðarlega í tung-
unni milli Goðdals og Sunndals og hét Tungukot. I Goðdal er
mjög mikil snjóflóðahætta. Einn vetur féll snjóflóð á bæinn
Tungukot og tók hann af, og fórust þar flestir heimilismenn.
Tóftir þessa bæjar hafa sést til skamms tíma og sjást máske enn.
Eftir slysið var bærinn byggður upp aftur, en allmiklu ofar í
hlíðinni, þar sem öruggt þótti að snjóflóð yrði honum ekki að
grandi, en nokkuð löngu síðar féll snjóflóð úr Goðdalshyrnu og lá
nærri að það tæki af bæinn þar í tungunni. Þá var hann fluttur
fram í dalinn þangað, sem hann stóð alla tíð síðan fram undir
árið 1950.
Síðastir bænda, sem bjuggu í þeim bæ, voru Kristmundur
Jóhannsson og Páll sonur hans.
Goði
Goði hét maður. Hann var hraustmenni mikið og eigi við
alþýðuskap. Hann hafði verið í herförum víða um lönd og var
stórauðugur. Þegar hann hætti herferðum, setti hann bú í dal
þeim er gengur norðvestur úr Bjarnarfirði og kallaði Goðadal.
Þegar Goði fann dauða sinn nálgast, setti hann gull sitt allt í
kistu stóra og sökkti henni undir foss þann í Goðdalsá er heitir
Goðafoss og gekk svo frá, að eigi skyldi neinum auðnast að ná
gullinu, því svo var skaplyndi hans, að eigi gat hann unnt öðrum
að njóta gullsins.
Meðan Goði bjó í Goðdal hafði hann útræði nokkuð og hafði
af því hagsæld mikla. Hóll einn er neðarlega í gamla túninu í
Goðdal, og á Goði að vera þar heygður í skipi sínu. Þessi hóll var
með lægð í kollinn líkt og þar hefði verið holrúm nokkurt, er
fallið hefði saman, og í vætutíð sást vatn koma undan hólnum.
Það var eins með þennan hól og hofrústirnar, að þar mátti
engu hreyfa.
67