Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 73

Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 73
þúsund manns, jafnvel tugir þúsunda, en um það þýddi víst lítið að fást. Malargötur voru lagðar um allt, og var möl úr fjörunni notuð í þær. Á þessum árum var töluverður flutningur á fólki yfir fjörðinn, einkum í sambandi við áætlunarferðir Norðurleiðar h/f. Guðmundur Gíslason skólastjóri annaðist flutningana að mestu austan frá, en að vestan var oft farið frá Kjörseyri. Við Karl Eiðsson fórum marga ferðina. Þetta gekk alltaf eins fyrir sig, að um leið og báturinn tók land við Reykjatanga, voru mættir í fjörunni tveir alvopnaðir verðir. Þeir gerðu okkur skiljanlegt, að við mættum ekki fara lengra, nema í fylgd herlögreglumanns. Venjulega þurfti ekki lengi að bíða, unz maður birtist með borða um handlegg, sem líklega hefur átt að sýna starf mannsins, en að öðru leyti var búningur hans ekki frábrugðinn annarra her- manna. Oftast lá leið okkar heim að Reykjaskóla. Þar voru farþegar venjulega með sinn farangur. Lögreglumaðurinn gekk á undan okkur, fram og til baka, og gætti þess vel að við fylgdum honum eftir, en værum ekki að forvitnast í eitt og annað, er við kynnum að sjá á leið okkar. Þeir, sem þessu starfi gegndu, voru alltaf kurteisir og prúðmannlegir við okkur. Birgðaskip komu oft, sum mjög stór og lögðust á víkina fyrir sunnan Reykjatanga. Uppskipun úr þeim annaðist Kaupfélag Hrútfirðinga með uppskipunarbátum sinum.og mannskap úr firðinum, og var það oft mikið verk. Islenzku skipin, er til Borð- eyrar komu á þessum árum, voru aðallega strandferðaskipin, Esjan og Súðin og auk þess einhver Fossanna við og við. Þessi skip voru með íslenzka fánann, skýrt málaðan á bæði borð, og þar að auki, þegar þau voru á siglingu, blakti fáninn við hún. Ekki létu Bretar sér nægja fánaliti skipanna. Venjan var sú, að þegar íslenzkt skip var komið rétt inn úr Eyjasundinu, það er skammt innfyrir Hrútey, reið af fallbyssuskot, sem plægði hvítan sjóinn rétt framan við skipið. Skipið hægði þá mjög ferð eða jafnvel stöðvaðist alveg. Samtímis lagði vélbátur af stað frá Reykjatanga áleiðis til skipsins, og voru þar brezkir yfirmenn á ferð i þeim erindum að kanna, hvaða skip þetta væri. Oftast tóku þessar ferðir Bretanna stuttan tíma og varð ekki mikil töf af 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.