Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Side 82

Strandapósturinn - 01.06.1976, Side 82
trúa mér. Var ég loks ávíttur fyrir að fara með lygasögur. Sá ég þá það ráð vænst að hætta að minnast á þennan atburð, en geymdi hann þó glöggt i minni. Ég var auðvitað sannfærður um, að þarna hefði ég séð vatnaskrímsl. Styrkti það trú mína, að allt þar til ég fór að heiman 18 vetra gamall, leið varla það haust, að ekki yrði vart við skeljaskrimsli á firðinum eða sæjust för eftir þau í fjörusandi. För þessi voru kringlótt, á stærð við miðlungs potthlemm. Fjörulallar voru þar einnig á kreiki á haustin. Þótt þeir væru sterkir og lymskir, voru þeir seinfærir og stirðir og því ekki eins stórhættulegir og skeljaskrimslin. Skrímslatrú var þarna mögnuð frá fornu fari, enda segir Jón lærði, að Reykjar- fjörður hafi áður heitið Skrímslafjörður. Skrímslatrú min dofnaði smám saman með aldrinum, og mátti ég lengi bíða þess að fá skýringu á þessum furðulega atburði. Hann var mér með öllu óskiljanlegur, eftir að ég hætti að trúa á tilveru skrímsla. Gekk ég svo langt í vantrúnni, að ég var á góðum vegi með að sannfæra sjálfan mig um, að þetta hefði hlotið að vera „vitleysa í augunum á mér“. Líður svo og biður. Veturinn 1934—1935 var ég í Hamborg i Þýzkalandi og hitti þar oft dr. Finn Guðmundsson náttúrufræðing, sem var þá þar við nám. Skýrði ég honum eitt sinn frá þessari óskiljanlegu reynslu minni. Finnur segir mér, að þarna hafi verið um eðlilegt náttúrufyrirbæri að ræða. I tjörnum með móbotn myndast stundum gas í botnlögunum úr lífrænum efnum, og þegar þrýstingur er orðinn nógur, getur gasið lyft upp mólaginu allt til yfirborðs. Þegar loftið hefur komizt út, sígur mólagið aftur til botns. Var ég mjög feginn að fá þarna loks skýringu á þessari sýn. Þykir mér sýnt, að ýmsar sagnir um vatnaskrímsli eigi rót sína að rekja til réttrar athugunar á fyrirbærum sem þessum. Og sama máli ætti að gegna um fjölmargt fleira í þjóðtrúnni. Hún styðst án efa oft við réttar athuganir á fyrirbærum, sem enn eru ó- fundnar á viðhlítandi skýringar. Ritað í apríl 1962 80
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.