Strandapósturinn - 01.06.1976, Side 89
hjallinn, að skrápurinn á lykkjunum snéri í aðal vindáttina. Ef
rigning var, lenti hún á skrápnum og rann niður án þess að
bleyta lykkjurnar neitt að ráði.
Hjallurinn var oftast með grónu torfþaki, sem ekki lak og
varði þakið hákarlinn fyrir bleytu og sól, sem ekki mátti ná að
skína á hann, því þá sólsoðnaði hann eins og áður er sagt.
Þurrktími hákarls var oftast um það bil 16 til 20 vikur, eftir
tíðarfari. Þegar hákarlinn var tekinn af ránum og látinn í hús,
varð að varast að bunka honum saman, því væri það gert,
blotnaði hann og varð útlitsljótur. Sett var snærislykkja í haldið
á hverri lykkju og síðan hengdar upp og varð að vera það mikið
bil á milli þeirra, að loft gæti leikið um þær og þær haldist
þurrar. Þegar um mikinn hákarl var að ræða, sem átti að fara
fljótlega á markað, voru lykkjurnar ekki hengdar upp, heldur var
þeim raðað á rimla inn í húsi, og voru rimlarnir á upphækkun
u.þ.b. 1 metra frá gólfi. Þessir rimlar voru oftast fiskirár úr
hjöllum lagðar þvert á súlur, er hvíldu á lágum trönum. Ekki
mátti bunka hákarlinum á þessa rimla og þurfti því allmikið
húsrými, ef mikið var af hákarli.
Þegar senda átti hákarl á markað, var honum venjulega
pakkað í strigaumbúðir og lagður þannig, að skrápurinn lá
saman. Loft lék um hákarlinn í gegn um strigann, og einnig
myndaðist loftrúm á milli lykkjanna í pakkanum, og hélt þetta
honum þurrum, en það var mjög áríðandi að hákarlinn liti sem
best út, þegar hann kom til kaupanda.
Að lokum má geta þess, að siðan nútíma húsnæði kom til
sögunnar, telja margir, að ekki sé hægt að geyma hákarl í íbúð-
arhúsnæði vegna hinnar sterku lyktar frá honum, en þetta er
misskilningur. Sé hákarl settur í þrefaldar plastumbúðir og þeim
vel lokað, má geyma hann i frystikistu án þess að nokkur lykt
finnist af honum.
Til gamans má geta þess, að hákarl er af mörgum talinn
afbragðsgott magameðal, og munu margir hafa losnað við
óþægilega magakvilla með því að borða hákarl daglega í nokk-
urn tima.
Einnig má geta þess, að á æskuárummínumþegar læknar voru
87