Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 94

Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 94
um nokkur ár haft forystu fyrir fénu. Sú botnótta kunni því illa, að svarta lambið færi fram fyrir hana og átti það til að renna í rassinn á því, það valt því á ýmsu, hvor sigraði í þessari baráttu. Næsta vetur sýndi sú svarta ótvíræða forystuhæfileika og hleypti engri kind fram fyrir sig í rekstri. Liðu svo nokkur ár við vaxandi gengi þeirrar svörtu. Á útmánuðum, veturinn 1962, var tíðarfar mjög milt um alllangan tíma, og er liðið var fram undir páska, var veðurspá allískyggileg, um morguninn var spáð allsnöggri veðrabreyt- ingu. Mig hafði vantað sex kindur, kvöldið áður, og lét því féð fara til fjalls eins og vant var, þar sem ég ætlaði mér að fara og athuga um þær, þegar liði á daginn. Veðri var svo háttað þennan morgun, að logn var og sjö stiga hiti. Eg flýtti mér því ekkert að athuga með féð, ég vissi raunar, að það fór alllangt til fjalls, og ég reiknaði ekki með neinni verulegri veðrábreytingu a.m.k. ekki fyrr en langt væri liðið á dag. Eg var eitthvað að vinna niðri í fjárhúsum, er ég heyrði allt í einu mikið veðurhljóð, svo að það hrikti í húsþekjunni. Eg snaraðist út, og þá var skollin á norð- anstórhrið með mikilli fannkomu. Klukkan mun þá hafa verið eitthvað að ganga þrjú. Ég hraðaði mér heim til þess að búa mig af stað í leit að fénu, og er því var lokið gekk ég til hesthússins að ná mér í hest, en þá brá mér í brún, því að þar var enginn hestur. Georg, sonur minn, er þá vann við tamningastöð úti í sveitinni og fór á milli á hestum, hafði tekið alla hestana, sem á járnum voru, þegar hann fór um morguninn, en slíkt var óvanalegt. Mér leizt nú ekkert á fyrirhugaða ferð mína, vantreysti mér til þess að fara gangandi langt til fjalla, en um annað var ekki að ræða. Eg bjóst reyndar við, að Georg kæmi á eftir mér, en hvenær það yrði, var ekki hægt að segja til um, eða jafnvel hvort við mundum finna hvorn annan. Ég lagði þvi af stað, veðrið fór síversnandi og farið var að frysta. Eg fór eftir fjárgötunum og var það undan veðri. Ég var ekki kominn langt, þegar ég mætti þeirri svörtu og var gustur á henni, ég nam staðar til þess að fá einhverja hugmynd um, hvað margt fé fylgdi henni. Staldraði ég nú þarna við um hríð, þar til mjög margt fé hafði farið fram hjá mér og ekki bólaði á fleira, 92
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.