Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 98

Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 98
1895. Hann var að vitni sinna samtíðarmanna skáldmæltur ágætlega, orti töluvert af lausavísum og eftirmælum, skrifaði einnig niður ýmis gömul munnmæli. Er eitthvað af þeim sögn- um birt í nýjustu útgáfunni af Þjóðsögum Jóns Árnasonar, eins og t.d. sagan af Þórði sakamanni (IV. bls. 104—6). Tómas mun hafa verið upprunninn og ættaður úr Geiradal við Gilsfjörð, enda oft kenndur við bæinn Gróustaði þar í sveit. Hefur hann sennilega átt þar eitthvert athvarf og heimilisfang, en var að öðru leyti á fullorðinsárum á eirðarlitlu flakki um allar nálægar sveitir og sýslur Vestfjarðakjálkans. Að líkindum hefur honum verið í blóð borið eirðarleysi sumra listamanna ásamt allríkri skáldgáfu, sem ekki fékk notið sín á þeirri öld, þess heldur, er hann var reikull í ráði, vínhneigður og af snauðu fólki kominn. Hann hlaut því að sæta örlögum utangarðsmannsins í þjóðfé- laginu, eins og ýmsir hans líkar fyrr og síðar. Þá er til máls að taka um tildrögin að fyrrnefndum vísum, en fyrir þeim hef ég örugga heimild, þó að ofmælt væri að segja hana frá fyrstu hendi, nær mun þó ekki verða komizt eins og nú standa sakir. Seint á sumardegi einum og í vatnsveðri, var Stefanía að koma heim af engjum á bænum Hólum í Staðardal. Vegna úrkom- unnar bar hún síðan skinnstakk yztan fata og var einnig í skinnsokkum, sem einstaka kona notaði við heyskap á votlendi, blautum mýrum og brokflóum. I því bili að hún kom á bæjar- hlaðið, bar að Tómas víðförla til gistingar. Hann var og í skinn- stakki, en ekki öðrum hlífðarfötum. Tvímælalaust hafa þau verið vel kunnug, og í notum þess hefur Stefanía ávarpað Tómas með fyrrnefndri kersknisvísu: Er hér kominn Adamsbur---------- o.s.frv. Hjá Tómasi stóð þá ekki á að svara fullum hálsi: Hér er komin — o.s.frv. Ekki man ég, hafi ég nokkurn tíma vitað það, hvort örnefnið Svartiflói er til í landareign Hóla í Staðardal. Mætti allt eins vera, að Tómas hafi notað það sem hálfgert lýsingarorð, eins og t.d. svartaþoka, sortabylur o.fl. þ.h. Mig minnir fastlega, að Stefanía væri viðloða á einum eða öðrum bæ í Staðardal um og fyrir aldamótin 1900. Ef sóknarmannatöl Staðarsóknar frá þeim 96
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.