Strandapósturinn - 01.06.1976, Síða 100
hugsa sér að maður eins vel gefinn og Sigurður var, hefði átt
marga aðdáendur og vini, en svo var nú ekki. Annað hvort var
það, að hann sóttist ekki eftir vinfengi annarra, eða aðrir kærðu
sig ekki um að vera vinir hans. Eg gæti trúað hvorutveggja. Eg er
viss um, að hann hefur verið vinavandur.---------
Annars var eins og einhver skuggi yfir lífi Sigurðar, eitthvað
órjúfanlegt, dimmt og kalt.-----------Mér vitanlega hræddist
hann ekki neitt.
Hann fór einn á bátnum sínum, þegar honum sýndist og ekki
alltaf í góðviðri. Einu sinni að vorinu sigldi hann einn á bát inn á
Skeljavík, það var þá verslunarstaður. Veðrið var gott, hæg
landátt. Þegar hann kom út eftir aftur, sofnaði hann í bátnum
hér nokkuð fyrir handan svokallaðrar Leiðar, — það er skerja-
garður, sem skilur milli Steingrímsfjarðar og Kollafjarðar.
Mastrið var uppi og seglið blakti laust.------Piltar föður míns
fóru að gæta að hverju þetta sætti, en þegar þeir komu að
bátnum, reis Sigurður upp og leit á þá þegjandi, — ég get hugsað
mér fyrirlitninguna í svip hans, — hagræddi seglinu, settist við
stýrið og sigldi heim til sín. I þetta sinn var hann undir áhrifum
víns, eins og af líkum ræður.---------Meira gæti ég vafalaust
sagt um „Sigga frænda“, ef ég vildi, en þetta nægir til þess að
nafn hans geymist meðal góðvina minna. Það er lítil þökk fyrir
eitthvað af mörgu vísunum, sem hann orti um mig, þegar ég var
ung. Eg læt hér eina.
Menntaþyrsta menjalín,
mikinn öðlast heiður.
A Idrei skerðist auðna þín
ósk sú standi óhögguð mín.
Hann var dável hagorður, þó að hann léti lítið yfir því eins og
öðru, sem honum kom við.-----------Ort fyrir konu hans, Karítas
Hákonardóttur.
Ljóðin ekki lagað get e'g nein,
því bjór Gunnlaðar búa varð á haka,
þá bragnar voru skerfinn sinn að taka,
drekka varð svo dreggjar síðast em.
Gamlar glæður bls. 79—84,
98