Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 112

Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 112
Sannsögulegur atburður Saga þessi er skráð eftir systur konu þeirrar, er þessi atburður fjallar um, Guðrúnu Jörundardóttur. Ólöf hét kona, Jörundardóttir. Hún bjó á Hafnarhólmi við Steingrímsfjörð í Strandasýslu, um 1880. Hún var ógift, en hafði ráðsmann. Hann kemur ei hér við sögu. Kona þessi var nærfærin, enda oft sótt til kvenna í barnsnauö. Hún var merk kona, sannsögul og vel gefin. I júní er Ólöf háttuð sem og aðrir í baðstofunni. Ekki hélt hún sig sofa en sér, að upp um loftsgatið kemur ungur vörpulegur maður, er gengur hljóðum skrefum að rúmi hennar. Hann ávarpar hana þessum orðum: Ólöf viltu hjálpa mér? ,,Ef ég er þess umkomin, skal eg gera það.“ „Konan mín getur ekki fætt“ segir mað- urinn. „Er þá nokkur leið, að eg geti hjálpað?“ Hann kvað það svo vera og mundi duga, að hún legði hendur yfir hana. „Þá skal eg koma," svarar hún. Hún klæðist í hasti, og er hún kemur út á hlaðið, sér hún tvo söðlaða hesta, og mælir þá hinn ókunni maður: „Lofaðu mér að binda fyrir augun á þér, en þetta er ekki löng leið.“ Nú fer henni ekki að lítast á blikuna, en lætur samt ekki á neinu bera. Nú bindur hann fyrir augu hennar, en síðan lyftir hann henni upp í söðulinn. Eftir stuttan tíma stansar hann, og tekur hana af baki og leiðir hana yfir þröskuld. Þar tekur hann klútinn frá augunum á henni. Sér hún sig stadda í rúmgóðri stofu. I rúmi við einn vegginn hvílir ung kona, auðsjáanlega þjáð. Ólöf tekur til til að hagræða konunni. Eftir stundarbið fæðist barnið. Gerir Ólöf til góða bæði konu og barni. Er hún hefur lokið því, sem gera þarf segir unga konan: „Mikið gerðir þú vel, og í litlu get eg launað þér, því þess er eg ekki umkomin, en þú skalt ekki kvíða, að neitt verði að þeim konum, er þú situr yfir hér eftir. Þig mun langa til að færa sönnur á ferð þína hingað. Hér hefur þú klæði, sem hvergi er til hjá ykkur." Að því búnu réttir hún Ólöfu klæðisbót, græna að lit. Eftir það kveður Ólöf. Sami maður bindur nú aftur fyrir augu hennar og lyftir henni í söðul- inn. Er hann tekur klútinn aftur frá augunum á henni, er hún stödd við sínar bæjardyr. Þakkar maðurinn henni og segir, að nú hafi hún heillaspor stigið, og er hann henni horfinn. Morguninn eftir vaknar Ólöf, og man allt glöggt, sem gerst hafði. Heldur hún sig hafa dreymt. Þá man hún eftir því teikni, sem henni hafði verið fengið, og rennir hendi undir koddann. Jú, þarna lá fallega klæðisbótin. Hún sagði frá því, sem fyrir hana hafði borið. Og hvar sem borið var niður í leit að líku klæði, sem í bótinni var, fyrirfannst ekkert slíkt. Sjálf trúði hún, að til huldufólks hefði hún farið. Og lengi átti Hafnarhólmsbúið bótina eftir hennar dag. Þuríður Guðmundsdóttir, frá Bæ.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.