Strandapósturinn - 01.06.1976, Síða 114
Af fiskiskipinu Valdemar úr Engey, féllu þrír menn útbvrðis,
tveir þeirra drukknuðu, en hinn þriðji skolaðist inn aftur og dó
skömmu síðar.
Af fiskiskipinu Carolíne eign Runólfs Olafssonar í Mýrarhús-
um, drukknaði formaðurinn og fjórir menn aðrir framundan
Grindavík.
Af fiskiskipinu Sigríði eign Sveins Sigfússonar í Hafnarfirði,
féll stýrimaðurinn útbyrðis og drukknaði.
Fiskiskipið Tjörfi eign Þorvaldar kaupm. Davíðssonar á
Oddeyri, strandaði á Straumi við Hornstrandir, menn björguð-
ust.
Fiskiskipið Prinsessan eign Jakobs kaupm. Bjarnasonar á
Svalbarðseyri, rak í strand á Ströndum, menn komust af.
Tvö fiskiskip frá Akureyri komu aldrei fram.
Af framanskráðu sést, hvílíkt ofsaveður gekk yfir landið 8. og
9. mars árið 1903.
JJ
Aðfaranótt 8. mars, 1903, skall á með ofsaveður af norðri og
sortabyl, svo varla sáust handa skil. Þetta veður hélst allan þann
dag og fram á dag þann 9. mars, en þá fór veðurofsann að lægja
og birta til.
Þá bjuggu á Brúará í Kaldrananeshreppi tveir bændur ásamt
konum sínum, þeir voru Óli Guðmundsson sterki 44 ára og kona
hans Júlíana Bjarnadóttir 40 ára og Sigfús Bjarnason 49 ára og
kona hans Salóme 45 ára.
Að áliðnum degi, er þeir bændur höfðu lokið útiverkum og
gengið frá útidyrahurð með því að þrýsta að henni snjó, til að
útiloka dragsúg í bænum, og var það algeng aðferð í þá daga, því
útidyrahurðir voru ekki eins þéttar í dyrafalsi þá og nú er orðið,
en þar sem engin upphitun var í bæjarhúsum, var reynt að hlúa
að þeim eins og hægt var meðal annars með því að þrýsta snjó í
raufar og gættir.
Þegar konur bændanna voru að taka við alsnjóugum hlífðar-
fötum þeirra, er barið að dyrum þrjú högg, eins og venja var, er
112