Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 115

Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 115
gesti bar að garði. Þeir bændur opnuðu útidyrnar sem skjótast og inn kom hver maðurinn af öðrum, þar til komnir voru 12 menn, allir snjóbarðir og fötin gaddfreðin, svo vart máttu þeir ganga. Allir lofuðu þeir guð fyrir að vera komnir í húsaskjól. Heimafólk vissi strax, að þarna væru skipbrotsmenn á ferð, og spurði Óli strax hvort þeir væru allir komnir í bæinn og var því svarað játandi. Var komumönnum strax boðið til baðstofu og aðstoð- aðir við að fara úr vosklæðum og látnir fara niður í rúm, en baðstofan var lítil, tvö og hálft stafgólf og því ekki nema fjögur rúm, svo þröngt hefur verið um þá, en ekki var fengist um það. Konurnar elduðu graut og var aðkomumönnum borinn hann heitur með mjólk, og var það kærkomin hressing eftir vosbúð og hrakninga síðasta dægur. Var nú farið að spyrja þá, hvaðan þeir væru og hvar þeir mvndu hafa komið að landi, og var frásögn þeirra á þessa leið: Fyrir 3 dögum lögðum við af stað frá Svalbarðseyri við Eyja- fjörð á hákarlaskipinu Prinsessan og héldum á miðin út af Húnaflóa. Síðastliðna nótt vorum við komnir nokkuð langt vestur fyrir Skaga, þá renndi á með ofsaveðri og var enginn annar kostur en að hleypa undan veðrinu. Svo dimm var hríðin, að eigi sást meira en sem svaraði einni skipslengd framundan. Þannig var haldið áfram án þess að við vissum hvar við vorum staddir, þar til skipið tók niðri og stöðvaðist. Sáum við þá grunnbrot á bæði borð, en grilltum af og til í land. Við sáum strax, að ekki var nokkur leið að komast í land að svo stöddu, við höfðum strandað þarna með háflóði, og eina von okkar var, að skipið þyldi sjóganginn þar til á fjöru, en það var okkar eini möguleiki til að komast lifandi í land. Einn af félögum okkar bauðst til að fara fyrstur í land með streng, sem hann svo festi við stein í fjörunni og gátum við hinir handstyrkt okkur á strengn- um, svo allir komust heilir i land. Er á land var komið, var hríðin svo dimm að varla sáust handa skil og við allir ókunnugir, vissum ekki hvar okkur hafði borið að landi. Var nú rætt um hvert halda skyldi og vildu flestir halda undan veðrinu og sortanum. Er við höfðum farið nokkurn spöl meðfram sjónum, sáum við troðninga eftir kindur og glaðnaði þá 113
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.