Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 116

Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 116
yfir okkur, því nú vissum við, að við vorum ekki langt frá mannabyggð. Við gættum þess vel, að halda hópinn og gengum þétt saman. Allt i einu komum við að hárri brekku og þar töpuðum við kindaslóðinni. Við gengum meðfram brekkunni og grilltum í kletta fyrir ofan. Þar hittum við fjárhús og vildu sumir þá ekki fara lengra, en skipstjórinn hvatti þá til að halda lengra og leita bæjar, en svo var hríðin dimm, að ekki sáum við til bæjarins (er stóð lítinn spöl frá fjárhúsunum). Þetta fór þó allt vel, við fundum bæinn og hér erum við komnir allir heilir, guði sé lof. Um nóttina bjó heimafólk um sig á moldargólfi undir bað- stofulofti. Notaðar voru reiðingsdýnur og annað sem nothæft þótti til að hlúa að sér, en skipbrotsmenn sváfu værum svefni í litlu baðstofunni á Brúará þessa köldu vetrarnótt, og eflaust hafa margar þakkarbænir verið fluttar í hljóði til hans er öllu ræður. Morguninn eftir var veður tekið að lægjanokkuð og hríðinekki eins mikil og áður. Var þá haldið af stað út með fjörum að leita skipsins og fannst það bráðlega. Það hafði strandað við svokall- aðan Ytristekk á Brúará. Á fjöru komust þeir út í skipið, sem var mikið brotið, en þó minna en ætla mátti eftir slíkar veðurham- farir. Skipverjum tókst að bjarga fatnaði og lausum munum, er þeir áttu um borð. Einnig var bjargað matvælum er skipið hafði verið búið út með í veiðitúrinn, svo sem kjöt, kaffi, sykur, skonrok og fleira, og var þetta borið heim að Brúará. Gátu skipverjar nú nærst á eigin kosti, er konurnar elduðu og framreiddu. Þegar veðrinu slotaði og komið var allgott ferðaveður var hreppstjóra tilkynnt um strandið og hann beðinn að útvega strandmönnunum verustað, því ekki gátu svo margir menn haldið til á Brúará við venjulegar kringumstæður vegna þrengsla. Var nokkrum þeirra komið fyrir á Kaldrananesi, en skipstjórinn og nokkrir skipverjar með honum fóru að Hellu og biðu þess að komast heim til Eyjafjarðar. Það var lengi í minnum haft, hvað þessir strandmenn voru prúðir og viðkunnanlegir menn og svo mikið er víst, að þegar þeir fóru, fylgdu þeim heilla- og blessunaróskir frá öllum er kynntust þeim. 114
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.