Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Side 122

Strandapósturinn - 01.06.1976, Side 122
Börn Jóns og Sigrúnar, sem upp komust, voru öll greind og mannvænleg. Hallgrímur bjó á Stað í Grunnavík, og mun hann hafa flust síðastur manna úr Jökulfjörðum. Er hann á ísafirði og vegnar þar vel. Sveinbjörn hefur búið í Reykjavík síðan 1936, kvæntur Elínborgu Ólafsdóttur, og eiga þau 4 börn á lífi. Hann er ráðdeildarmaður hinn mesti og býr við góð efni. Tvær dætur Jóns eru á lífi, þegar þetta er ritað: Frú Elísabet á ísafirði og frú Jóhanna í Reykjavík. Jón Guðmundson hafði á yngri árum fágæta kvenhylli og þótti nokkuð laus á kostum. Drykkfelldur var hann á köflum framan af ævi og ólíkur að því leyti föður sínum og föðurfrænd- um, sem voru hinir mestu hófsmenn á áfengi, en líktist þeim að vitsmunum, bókhneigð, lagvirkni og sjómennskuíþrótt. Son átti Jón ungur með Ingibjörgu Guðmundsdóttur, systur Sveins bónda í Naustvík. Hún var greind kona og myndarleg og giftist síðar Jóni Sigurðssyni bónda í Kolbeinsvík. Guðmundur, sonur Jóns Guðmundssonar og Ingibjargar (f. 14. maí 1864, d. 28. des. 1952), bjó lengst af í Byrgisvík. Hann var kvæntur Sigríði Ingimundardóttur frá Veiðileysu og áttu þau mörg efnileg börn. Guðmundi man ég vel eftir. Hann var hinn gerðarlegasti maður, vel kynntur, harðduglegur og mikill sjósóknari. Heyrt hef ég, að sagt hafi verið eitt sinn við Ingibjörgu: „Alveg er er ég hissa á því, að það skyldi henda þig að eiga barn með honum Jóni Guðmundssyni“. Hún svaraði: „Þið vissuð ekki, hvað Jón hafði upp á mikið að bjóða“. Jón hlaut viðurnefnið brúðgumi og var hann jafnan nefndur svo í minni sveit, jafnt af skyldum sem vandalausum. Tvennum sögum fer af því, hvers vegna hann fékk þetta viðurnefni. Sumir telja, að hann hafi hlotið það ungur af kvennamálum sínum yfirleitt, en aðrir, að presturinn hafi neitað að gefa hann og seinni konu hans saman sakir þess, að þau skorti jarðnæði, og hafi orðið að fresta giftingunni um ár af þeim sökum. Ekki veit ég, hvort réttara er. Þorvaldur Thoroddsen, sem fór um Hornstrandir sumarið 1886, getur Jóns í ferðabók sinni, öðru bindi, Kbh. 1914, bls. 81: „Þetta (Bjarnarnes) er einn með afskekktustu bæjum á landinu, 120
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.