Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 123

Strandapósturinn - 01.06.1976, Page 123
engin byggð nærri; snjófjöll og öræfi fyrir ofan, en Ishafið fyrir utan; hér hafa menn ekkert að skemmta sér við nema brimlöðrið við bjargtangann, hafísinn og fuglagargið, og er mikið að nokkur maður skuli haldast við á þessum eyðiklöppum. Bóndinn, Jón Guðmundsson, er hinn eini, sem heldur fréttablað hér á Norð- ur-Ströndum, og les þær nýjar bækur, sem hann getur náð , Jón Guðmundsson leiðbeindi mér ágætlega hér um fjöllin, og gaf mér margar góðar upplýsingar um ýmislegt, er snerti Horn- strandir, enda er hann manna kunnugastur, því að hann hefur búið 13 ár í Bjarnarnesi“. Frásögn Þorvalds Thoroddsens þykir mér merkileg. Hann hafði farið um nær allt land og þekkti það betur en nokkur þálifandi íslendingur. Hann gerði sér sérstakt far um að kynnast högum og menningu landsmanna, lét sér fátt í augum vaxa og var ekki fjasgjarn maður. Þorvaldur getur þess og, að Horn- strendingar hafi kallað Jón „vísindamann“. Þá list að stjórna opnu skipi hefur Jón sjálfsagt lært af föður sínum, sem var happasæll formaður. Sjósókn var mikil í Víkur- sveit á þessum árum: fiskiróðrar, hákarlalegur, ferðir undir Hornbjarg, kaupstaðar- og viðarferðir yfir Húnaflóa. Sjólag við Strandir er hið versta: opið íshaf, sker, grynningar og boðar, lendingar víða mjög hættulegar. Strandamenn voru vafalaust í röð allra fremstu sjómanna á Vestfjörðum. Lítt var frásögnum um sjómennskuafrek á loft haldið, þau voru of tíð, og á mörgum formönnum þar mun hafa sannast hið fornkveðna, að engi er einna hvatastur. Um ýmsa formenn heyrði ég sagt, að þeir hafi verið frábærir stjórnarar, þeirra á meðal Jón. Mun hann oft hafa komizt í hann krappan í sjóferðum sínum, þegar hann var í Víkursveit, þótt ekki fari af því sérstakar sögur. I Hornstrendingabók, bls. 101-102 segir Þórleifur Bjarnason frá einu sjómennskuafreki Jóns. Heimildarmaður hans er Albert Benediktsson, stjúpsonur Jóns, er var með í förinni. Albert varð síðar ágætur formaður. Frásögn Þórleifs fer hér á eftir, en örlítið er úr henni fellt. Jón Guðmundsson fékk eitt sinn lánað fimm manna far til kaupstaðarferðar á Isafjörð. Skipið var mjög vanmannað, þar 121
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.