Strandapósturinn - 01.06.1976, Qupperneq 123
engin byggð nærri; snjófjöll og öræfi fyrir ofan, en Ishafið fyrir
utan; hér hafa menn ekkert að skemmta sér við nema brimlöðrið
við bjargtangann, hafísinn og fuglagargið, og er mikið að nokkur
maður skuli haldast við á þessum eyðiklöppum. Bóndinn, Jón
Guðmundsson, er hinn eini, sem heldur fréttablað hér á Norð-
ur-Ströndum, og les þær nýjar bækur, sem hann getur náð
, Jón Guðmundsson leiðbeindi mér ágætlega hér um fjöllin, og
gaf mér margar góðar upplýsingar um ýmislegt, er snerti Horn-
strandir, enda er hann manna kunnugastur, því að hann hefur
búið 13 ár í Bjarnarnesi“.
Frásögn Þorvalds Thoroddsens þykir mér merkileg. Hann
hafði farið um nær allt land og þekkti það betur en nokkur
þálifandi íslendingur. Hann gerði sér sérstakt far um að kynnast
högum og menningu landsmanna, lét sér fátt í augum vaxa og
var ekki fjasgjarn maður. Þorvaldur getur þess og, að Horn-
strendingar hafi kallað Jón „vísindamann“.
Þá list að stjórna opnu skipi hefur Jón sjálfsagt lært af föður
sínum, sem var happasæll formaður. Sjósókn var mikil í Víkur-
sveit á þessum árum: fiskiróðrar, hákarlalegur, ferðir undir
Hornbjarg, kaupstaðar- og viðarferðir yfir Húnaflóa. Sjólag við
Strandir er hið versta: opið íshaf, sker, grynningar og boðar,
lendingar víða mjög hættulegar. Strandamenn voru vafalaust í
röð allra fremstu sjómanna á Vestfjörðum. Lítt var frásögnum
um sjómennskuafrek á loft haldið, þau voru of tíð, og á mörgum
formönnum þar mun hafa sannast hið fornkveðna, að engi er
einna hvatastur. Um ýmsa formenn heyrði ég sagt, að þeir hafi
verið frábærir stjórnarar, þeirra á meðal Jón. Mun hann oft hafa
komizt í hann krappan í sjóferðum sínum, þegar hann var í
Víkursveit, þótt ekki fari af því sérstakar sögur.
I Hornstrendingabók, bls. 101-102 segir Þórleifur Bjarnason
frá einu sjómennskuafreki Jóns. Heimildarmaður hans er Albert
Benediktsson, stjúpsonur Jóns, er var með í förinni. Albert varð
síðar ágætur formaður. Frásögn Þórleifs fer hér á eftir, en örlítið
er úr henni fellt.
Jón Guðmundsson fékk eitt sinn lánað fimm manna far til
kaupstaðarferðar á Isafjörð. Skipið var mjög vanmannað, þar
121