Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.04.2021, Page 12

Bjarmi - 01.04.2021, Page 12
| bjarmi | apríl 202112 Ég flúði frá Norður-Kóreu TIMOTHY CHOO Timothy Cho, sem nú starfar fyrir kristniboðssamtökin Open Doors í Bretlandi, segir hér frá flótta sínum frá Norður-Kóreu í tvígang og hvernig Guð hjálpaði honum að eignast draum á ný — fyrir sjálfan sig og fyrir ættland sitt. Norður-Kórea dregur upp þá mynd af Verkamannaflokknum að hann sé „móðir landsins“. Meðan hann er til muni allt vera í himnalagi. Hann hefur hins vegar reynst vanrækin móðir sem hefur yfirgefið, ofsótt, svelt og drepið milljónir „barna“ sinna, íbúa Norður-Kóreu. „Ég var eitt þessara barna. Ég var á götunni árum saman og var í fangelsi fjórum sinnum fyrir að reyna að uppfylla vonir mínar og drauma. Að vona og dreyma er eitthvað það fegursta sem við getum gert. En til þess að geta eignast draum verðum við að halda hjörtum okkar opnum. Ég hafði lokað hjarta mínu í mörg ár. En Guð var að verki í mér. Þegar ég enn var barn, flúðu foreldrar mínir frá Norður-Kóreu, en það liðu mörg ár þangað til þau gátu hjálpað mér að flýja líka. Eitt síðasta skiptið sem ég sá móður mína var hún um borð í lest og veifaði mér meðan ég stóð með tárin í augunum. Þegar ég sá föður minn í fyrsta sinn í níu ár vissi ég ekki að hann væri faðir minn. Meira að segja þá vissi ég ekki hvernig ég ætti að bregðast við. Hjarta mitt hafði kulnað eftir of mörg ár á götunni í Norður-Kóreu. Það tók hjarta mitt mörg ár að opnast og draumana að vakna — bæði hvað varðaði sjálfan mig og Norður-Kóreu. Það tókst eftir að hafa búið í nokkur ár í lýðræðisþjóðfélagi og það sem mikilvægara er, fyrir miklar bænir og að taka við kærleika Guðs, sem gaf þíðu í kalið hjarta mitt. KALIÐ HJARTA VEGNA ÞRENGINGA Norður-Kórea var myrkur staður til að alast upp á. Frá fyrsta skóladegi var Kim- fjölskyldan manni eins og guðir. Ég átti að hugsa um þau, lúta fyrir þeim og tala um þau á hverjum degi. Það voru nokkrir þættir sem urðu til að loka hjarta mínu. Harðstjórn og ofsóknir ættarveldisins, flótti foreldra minna til Kína, hin daglega barátta fyrir að komast af og að verða vitni að hungursneyð fjöldans. Síðasta von mín var að verða venjulegur maður í þjóðfélaginu en ég uppfyllti engin skilyrði til þess að geta gengið í herinn eða kommúnistaflokkinn af því að ég tilheyrði „óvinastéttinni“, þeim hópi sem verður fyrir mesta misréttinu í Norður- Kóreu. Ættland mitt hafði lokað öllum leiðum til þess að ungt fólk gæti uppfyllt drauma sína. Það olli mér biturð. Eðlisávísun mín til að komast af leiddi mig til þess að reyna að flýja til Kína. Að koma til Kína var sem að vera vakinn með kaldri vatnsgusu. Í Kína var fullt af ljósum, nóg af mat og þar var margs konar tískufatnaður fyrir ungt fólk, hlutir sem ég

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.