Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.04.2021, Qupperneq 17

Bjarmi - 01.04.2021, Qupperneq 17
bjarmi | apríl 2021 | 17 til trúarlegrar uppbyggingar og fræðslu en síðar fóru að koma út rit sem beindust að börnum og ungmennum, svo nokkuð sé nefnt. ÞÚ NEFNDIR SR. JÓN Á MÖÐRUFELLI, ER HANN TALINN UPPHAFSMAÐUR SMÁRITAÚTGÁFU HÉRLENDIS? Við getum a.m.k. sagt að hann varð það verkfæri sem Guð notaði til þess að vekja athygli á notagildi smárita/bóka hér á landi. Ebeneser Henderson ferðaðist hér um land árin 1814 – 15 á vegum Hins breska og erlenda biblíufélags, eftir að hafa annast útgáfu Biblíunnar og Nýja testamentisins á íslensku, sem félagið lét prenta í Kaupmannahöfn. Henderson segir m.a. svo frá þeirra samskiptum að hann hefði farið að Möðrufelli „þar sem jeg fjekk hinar hjartanlegustu viðtökur hjá hinum mæta sóknarpresti, síra Jóni Jónssyni.“ Síðar stendur: „En af því hvernig orð hans fjellu um eflingu ríkis Krists og af þeim áhuga, sem hann ljet í ljósi um að aukast mætti sönn guðrækni í landinu, varð mjer það ljóst að hann stjórnaðist af alt öðrum anda en meginþorri þeirra, er telja sig kristna. Hvatti jeg hann til að koma í framkvæmd áformi sem hann hafði í huga að dreifa guðrækilegum smáritum um landið. Um veturinn fjekk ég frá honum tvö fróðleg brjef, þar sem hann tjáði mjer að hann hefði farið að ráði mínu og sjer hefði tekist að mynda íslenzkt smáritafjelag og náð í yfir þrjú hundruð fjelagsmenn og að Bjarni Thorarensen, amtmaður norðanlands, veitti fjelaginu brautargengi.“ --- „Ekki gæti stjórn Smáritafjelagsins hafa komist í betri hendur—“ -- Til að gera langa sögu stutta þá gekkst sr. Jón fyrir stofnun „Þess íslenska evangelíska smárita-félags“ árið 1816 eftir að hafa sent út boðsbréf með undirskriftum 146 styrktarmeðlima og setti því viðtektir. Fyrstu greinar þeirra viðtekta skýra vel tilgang og trúarlega stefnu félagsins

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.