Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.04.2021, Side 30

Bjarmi - 01.04.2021, Side 30
| bjarmi | apríl 202130 Móse hefði getað farið aftur heim til sinnar fjallafjölskyldu, vaknað daginn eftir og afgreitt þessa óraunverulegu upplifun sem sólsting eða eitthvað ámóta. En hann gerði það ekki og fór á fund Faraós, sem frægt er orðið. Þegar þangað var komið sýndi Faraó honum fullkomna fyrirlitningu og hefði eflaust sent Móse fingurinn ef það hefði tíðkast í Egyptalandi hinu forna. Svo dundu yfir plágurnar eins og Móse hafði varað hann við. Þá gafst Faraó upp, lofaði öllu fögru en sveik jafnharðan hvern Parísarsáttmálann á fætur öðrum um leið og plágunni létti. Vígamóður var hann í myrkrinu, með súra hafgoluna í vitunum, mýi bitinn, hagli barinn, kýlum sleginn, ropandi froskar rændu hann svefni, búfénaðurinn dauður úr pest og hungursneyð í landinu, en, nei. Ekkert yrði gefið eftir, fólkið færi ekki fet og punktur. Hvað skyldi hann hafa verið að pæla? Þetta reddast? VIÐBRÖGÐ SKIPTA SKÖPUM Sagan um brennandi runnann minnir okkur á hið fornkveðna um að allt hafi sinn tíma. Stundir sannleikans renna upp og líða hjá, sem og tími til viðbragða og dag einn kemur að því að afleiðingarnar banka á dyrnar í formi ógnar eða ávaxta eftir atvikum. Þetta á jafnt við líf okkar hvers og eins og í smærra og stærra samhengi. Ekki gera ekkert. Löngu eftir daga Móse gengu fjórir menn á fjall, það voru Jesús og vinir hans, Pétur, Jakob og Jóhannes. Þeirra þriggja beið líka furða á fjalli. Þeir sáu í ljómanum af Jesú fortíð, samtíð og framtíð. Þarna við hlið hans voru þeir Móse og Elía og þeir heyrðu rödd Guðs sem sagði: Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á. Hlýðið á hann. Lærisveinarnir urðu lafhræddir. Alla vega jafnhræddir og hirðarnir nóttina sem Jesúbarnið fæddist. En þá kom hann til þeirra, klappaði þeim blíðlega á öxlina og huggaði þá með sömu orðum og engillinn á Betlehemsvöllum forðum: Óttist ekki! Og þegar þeir þorðu loksins að líta upp voru þeir með himin í augum því þeir sáu bara Jesú. Það er vegna þessa atviks sem Jóhannes segir í guðspjallinu: Við sáum dýrð hans. VERKEFNI LÆRISVEINANNA VAR NÁNAST ÓVINNANDI VEGUR, EN ÞAÐ HEFÐI VERIÐ GAMAN AÐ SJÁ UPPLITIÐ Á ÞEIM JAKOBI, PÉTRI OG JÓHANNESI HEFÐU ÞEIR VITAÐ AÐ TVÖ ÞÚSUND ÁRUM SÍÐAR VÆRI ENN VERIÐ AÐ TALA UM ÞETTA, JAFNVEL HÉR Á HJARA VERALDAR. BRENNANDI RUNNAR Í LÍFI OKKAR Verkefni þessara vina Jesú og allra hinna var að vera bera skin þeirrar dýrðar áfram, láta heiminn vita um son Guðs. Hvers vegna? Því svo elskaði Guð heiminn og er ekki hættur að elska heiminn, því svo elskaði Guð þig. Ekki bara í þátíð. Guð elskar þig. Verkefni lærisveinanna var nánast óvinnandi vegur, en það hefði verið gaman að sjá upplitið á þeim Jakobi, Pétri og Jóhannesi hefðu þeir vitað að tvö þúsund árum síðar væri enn verið að tala um þetta, jafnvel hér á hjara veraldar. Runnarnir í lífi okkar, þessir sem láta okkur ekki í friði því þeir brenna af kærleika, réttlæti og sannleika, birtast okkur með ýmsum hætti. Getur verið að þeir eigi erindi við þig? Láttu ekki eins og þeir séu ekki þarna. Jesús er Guð með okkur. Guð með okkur í lífinu og verkefnum þess, stórum og smáum. Engin þeirra eru of smá til að hann nenni ekki að taka þátt og engin of stór til að hann veigri sér við að standa með okkur.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.