Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2021, Síða 32

Bjarmi - 01.04.2021, Síða 32
| bjarmi | apríl 202132 VIGFÚS INGVAR INGVARSSON Guð í náttúrunni – Hans Børli, skógarhöggsmaður og ljóðskáld Hans Børli (1918-1989) er á meðal ástsælli 20. aldar ljóðskálda Noregs og ljóð hans eru mörgum uppspretta gleði og margvíslegra hughrifa. Hann ólst upp í fátækt á rýru húsmennskukoti í Eidskog (Eiðaskógi) syðst á Heiðmörk sem nú er runnin inn í hið nýja Innlandsfylki (Innlandet). Byggðin liggur að sænsku landamærunum um 75 km aðeins norðan við háaustur frá Ósló. Aðstæður leiddu til þess að Børli fór að mestu á mis við formlega skólagöngu en með bóklestri og næmri athugun á náttúru og mannlífi öðlaðist hann lífsvisku sem hann miðlaði í ljóðum sínum. Dýrmætt veganesti hefur hann eflaust fengið í kærum átthögum sínum sem hann sagði aldrei skilið við. Aðspurður kvaðst hann ekki skrifa um skóginn þar sem hann þó vann löngum: „Nei, … ég er eitt með skóginum og náttúrunni.“ Ljóðinu, Tréð, lýkur á faðmlagi: Þú stendur þarna í vorvindinum og þrýstir eyranu að hrjúfum berki. Og skyndilega veistu ekki hvort það ert þú sem skynjar tréð eða tréð þig. Børli telst varla trúarskáld í hefðbundnum skilningi en þó segir í Norsku kirkjublaði, blaðkálfi um Børli árið 2018 í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá fæðingu hans,1 að hann sé að líkindum það ljóðskáld sem norskir prestar vitni oftast til. Tengslin milli himins og jarðar eru áberandi í ljóðum hans. Hið heilaga kemur til jarðar og birtist allt í kring, ekki síst í skóginum og hrynjandi lífsins í náttúrunni. Á æskuheimilinu mun trúin hafa verið í nokkuð harðneskjulegu formi sem Børli hlaut að endurskoða að einhverju leyti. Úr því uppgjöri verður nokkur barátta sem stundum lýsir sér í vissri kaldhæðni en á hinn bóginn trúarlegum innileika. Á hvaða strengi sem hann slær, bregst ljóðræna fegurðin ekki. Ljóðið, Fífan á Lómatjarnarmýrunum, hljóðar svo í íslenskri þýðingu: Verði ég hólpinn, þrátt fyrir allt, og komi til bústaða hinna sælu mun ég segja við erkiengilinn: ‒ Ég hef séð það sem var hvítara en vængir þínir, Gabríel! Ég hef séð fífuna í blóma á Lómatjarnarmýrunum heima á jörðinni. Børli á auðvelt með að bregða upp lifandi myndum, oft í fáum orðum. Framan af árum orti hann með hefðbundnari hætti

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.