Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.04.2021, Page 38

Bjarmi - 01.04.2021, Page 38
| bjarmi | apríl 202138 þátt í áætlunarverki Krists á landinu. Við höfðum mestan áhuga á Íslendingum sem fóru næstum því aldrei í messu eða á kristilegar samkomur. Við mynduðum umræðuhópa um ýmis málefni sem tengdust kristinni trú. Ég var með útvarps þátt á gömlu Aðalstöðinni og fór hús úr húsi með kristilegar bækur til útlána. Við bjuggum til námskeiðaseríu um mannleg samskipti, fjölskyldulíf og boðskap Biblíunnar. Guð opnaði dyr fyrir fagnaðarerindið og við sáum nokkra einstaklinga taka afstöðu með Kristi út frá þessu öllu. Við stofnuðum einnig, ásamt tveimur vinum, starf sem hét Lífsgæði þar sem við reyndum að mæta fólki í viðskipta- og atvinnulífinu með gagnlega kennslu um samskipti, leiðtogahæfni o.fl. SÍÐAN VORUÐ ÞIÐ KÖLLUÐ TIL MIÐ- EVRÓPU? Já, árið 1997 fengum við beiðni frá samtökum okkar um að verða deildarstjórar í Norðaustur Evrópu. Þá fluttum við til Búdapest í Ungverjalandi. Þar höfðum við umsjón með kristniboðum sem voru að vinna í fyrrum kommúnistalöndum. Síðan, árið 2000, urðum við af persónulegum aðstæðum að flytja aftur til Bandaríkjanna. En þá fannst okkur eins og Drottinn væri á sama tíma að leiða okkur til að gera Lífsgæði, sem voru stofnsett á Íslandi, að alþjóðlegri þjónustu. Næstu átta ár kom saman vinnuhópur í kringum okkur þar sem kristniboðar unnu saman með kristnu atvinnu- og viðskiptafólki við að halda námskeið í Mið- og Austur-Evrópu. EN ÞIÐ VORUÐ SAMT EKKI BÚIN MEÐ ÍSLAND? Nei, síðan gerðist það í september 2008 að við fluttum aftur til Íslands, daginn þar sem Lehman Brothers banki fór á hausinn og efnahagshrunið byrjaði. Tíu ár voru liðin síðan við bjuggum á Íslandi og margt hafði breyst. Við byrjuðum að þjóna sem kennarar og ráðgjafar með ýmsum kirkjum og samtökum. Okkur fannst á þeim tíma eins og Drottinn væri að sýna okkur þörfina fyrir að gera fólk að betri fylgjendum Jesú. Það varð til þess að við gerðum tilraun með aðferð sem heitir „Life Transformation Groups“ á ensku. Ég bað kristna leiðtoga úr ýmsum kirkjum á Reykjavíkursvæðinu að gera tilraun í að stofna svoleiðis hópa og skrifaði doktorsritgerð um þessa tilraun. Það var gert og var árangurinn mjög góður. Við kölluðum þessa hópa „Pílagrímafélagið“ en síðan höfum við einnig láta þá heita „Jesúvinahópar“. Kjarni þessar aðferðar er að tveir eða þrír einstaklingar hittast reglulega til að hjálpast að við að lifa ósviknu andlega lífi. „Að hittast í tveggja til þriggja manna hópum reglulega skiptir verulegu máli í lífi venjulegs kristins fólks og geri það að betri vinum og nemendum Jesú Krists“ var niðurstaðan. Ég útskrifaðist sem Doctor of Ministry frá Missio Seminary í Fíladelfíu, árið 2014. BANDARÍKJAMAÐUR AÐ SKRIFA BÓK Á ÍSLENSKU HVAÐ KOM TIL? HVAÐ KNÚÐI ÞIG? Mér fannst sem kristniboði, guðfræðingur og Íslandsvinur að ég hefði eitthvað sem ég vildi segja eftir að hafa búið hér í mörg ár. Ég hef horft með ykkur á breytingar innan kirkjulífs Íslendinga síðustu 35 ár. Við sjáum hvernig viðhorf fólks til kristinnar trúar í vestrænum heimi okkar hefur breyst og hvernig kristindómurinn eins og við höfum þekkt hann er að missa fótfestu í lífi almennings. En ég vissi einnig að kirkja Jesú Krists er í eðli sínu hreyfing frekar en stofnun og að frumhlutverk hennar er að gera fólk að lærisveinum. Því miður hefur ekki mikið verið skrifað á íslensku sem tengir þetta saman. Þess vegna ákvað ég að leggja út á djúpið og reyna að skrifa eitthvað gagnlegt um þetta efni sem yrði kirkjunni á Íslandi til góðs. Ég kaus að skrifa á íslensku frekar en á móðurmáli mínu því að ég vildi hugsa á máli fólks sem ég væri að reyna að ná til og setja mig inn í íslenskar aðstæður eins og ég hafði upplifað þær. Kærleikur til Krists og ykkar sem og trú á kirkjuna sem hreyfingu knúðu mig. „AÐ HITTAST Í TVEGGJA TIL ÞRIGGJA MANNA HÓPUM REGLU LEGA SKIPTIR VERULEGU MÁLI Í LÍFI VENJU LEGS KRISTINS FÓLKS OG GERI ÞAÐ AÐ BETRI VINUM OG NEMENDUM JESÚ KRISTS“

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.