Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2021, Síða 41

Bjarmi - 01.04.2021, Síða 41
bjarmi | apríl 2021 | 41 og óvíst væri hvort hún næði nokkurn tíma fullum bata.2 LÆKNINGIN En dag einn heimsótti hana kona, sem þekkti til Sigurðar Sigvaldasonar kristniboða frá Kanada, sem Guð hafði kallað til starfa á Íslandi. Það sem sérstaklega vakti athygli Salbjargar var að sögur gengu um að umræddur maður væri gæddur lækningagáfu fyrir bæn og handayfirlagningu í nafni Jesú Krists. Í fyrstu sinnti hún ekki þessari vísbendingu en þegar þurfti að rýma sjúkrastofuna hennar fyrir sjúklingum sem voru nýsmitaðir, bað hún um fyrirbæn hjá Sigurði. Eftir fyrirbænina fann hún strax breytingu á líðan sinni. Trú og ný von vöknuðu innra með henni. Trú og von sem urðu að raunveruleika þegar hún síðar læknaðist af berklunum.2 Þessi reynsla hafði djúp áhrif á hana og opnaði henni nýja og dýpri innsýn inn í krossdauða og upprisu Frelsarans. Innsýn sem hafði afgerandi áhrif á líf hennar og þjónustu við Guð á komandi tímum.2 KYNNI SALBJARGAR OG GUÐRÚNAR Kynni Salbjargar og Guðrúnar hófust þegar Guðrún starfaði sem ljósmóðir Hafnarfjarðarbæjar. Þegar Guðrún réði sig þangað árið 1932, fékk hún leigt herbergi hjá Eyjólfi föður Salbjargar að Hverfisgötu 6b. Þar hófst ævilöng vinátta þeirra og síðar samstarf. Haft er eftir kunnugum að Salbjörg hafi oft hvatt Guðrúnu til að taka þátt í kristilegri þjónustu með sér. En Guðrún tregðaðist lengi við og spurði ætíð: „Hvernig get ég verið óskipt í bæninni til Drottins jafnhliða því að vera bundin með hugann hjá þeim konum sem eiga von á sér?“2 AÐDRAGANDINN AÐ ÞJÓNUSTUNNI Aðdragandanum að þjónustu Salbjargar og Guðrúnar lýsir Salbjörg sjálf á eftirfarandi hátt: „Meðal íslensku þjóðarinnar hafði á áratugnum fyrir alþingishátíðina orðið umtalsverð vakning. Af náð úthellti Drottinn heilögum anda yfir trúaða svo marga þyrsti eftir uppbyggingu í orði Guðs og þráðu leiðsögn andans. Þetta fólk kom saman utan hinnar hefðbundnu guðsþjónustu á svokölluðum samkomum, sem fram að þeim tíma voru óþekktar hér á landi. Sigurður Sigvaldason var einn þeirra sem gaf sig að útlistun orðsins. Hann starfaði sem kennari í Kanada þegar Drottinn kallaði hann og sendi hann heim á Frón til að útbreiða orðið meðal landa sinna bæði í bókstaflegri og andlegri merkingu, þar sem hann auk þess að boða orðið, ferðaðist um og seldi Biblíur. Hann var gæddur náðargjöf til lækninga og útlistunar heilagrar Ritningar. Sigurður hlýddi kalli Krists og ferðaðist milli Íslands og Kanada um árabil. Hann kom inn á mörg heimili til boðunar, knúði dyra, þar sem hann hafði spurnir af trúuðum og sagði gjarnan:

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.