Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2021, Síða 46

Bjarmi - 01.04.2021, Síða 46
| bjarmi | apríl 202146 Reynsla af lausn frá skömm JOY SHARKA Ég gleymi aldrei hvernig mér leið í fyrsta sinn sem ég leit í spegil eftir að mér hafði verið nauðgað í háskólanum. Þarna stóð ég, nakin, ein og full skammar. Ég efaðist um Guð og kærleika hans til mín. Stuttu síðar skrifaði ég niður grát minn til Guðs: Guð, er þér sama? Guð, varstu þarna? Varstu með mér þegar heimurinn hrundi? Þegar hann tók auðkenni hennar. Þegar hann rændi von hennar og henti henni í gólfið. Fótum tróð hana og reif í sundur. Hvernig léstu þetta gerast? Hvers vegna stöðvaðir þú þetta ekki? Þessi litla stúlka. Barnið sem þú dáir? Sköpuð í þinni mynd. Manstu eftir henni? Manstu eftir loforðunum sem þú gafst henni? Að vernda hana. Sjá um hana. Þá leit hún í spegilinn. Nakin. Brotin. Særð. Tóm. Misnotuð. Líflaus. Þetta blasti við henni. Árin hafa liðið, en þetta augnablik, þegar ég stóð fyrir framan spegilinn líður mér aldrei úr minni. Ég hafði ekki hugmynd þá, en með sögu minni opnaði Guð augu mín fyrir umbreytandi kærleika sínum. Svipuð saga er í Biblíunni um konu sem hafði verið misnotuð og síðan yfirgefin og einangruð. Í Jóhannesarguðspjalli lesum við um samversku konuna. Í því sambandi er það skemmtileg staðreynd: Þetta eru lengstu samræður Jesú sem við lesum um í Biblíunni og er við konu sem hafði einangrast frá samfélagi sínu. Hún lifði í skömm og henni fannst hún þar að auki ekki eftirsóknarverð. Samversk kona kemur að sækja vatn. Jesús segir við hana: „Gef mér að drekka.“ En lærisveinar hans höfðu farið inn í borgina að kaupa vistir. Þá segir samverska konan við hann: „Hverju sætir að þú, sem ert Gyðingur, biður mig um að drekka, samverska konu?“ [En Gyðingar hafa ekki samneyti við Samverja.] Jesús svaraði henni: „Ef þú þekktir gjöf Guðs og vissir hver sá er sem segir við þig: Gef mér að drekka, þá mundir þú biðja hann og hann gæfi þér lifandi vatn“ (Jóh 4.7-10). Yfirleitt er fjallað um þessa frásögu út frá því sjónarhorni að konan var full skammar og sektarkenndar þar sem hún hafði átt svona marga eiginmenn.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.