Strandapósturinn - 01.06.1987, Blaðsíða 16
Skipstjóri á Hólmadrangi er Hlöðver Haraldsson, en fram-
kvæmdastjóri útgerðarinnar er Högni B. Halldórsson.
Mannfjöldi
Þann 1. des. 1986 voru íbúar Strandasýslu 1148 og hafBi þá
fjölgað mest í Hólmavíkurhreppi, um 29 manns, en í öðrum
hreppum fækkaði heldur, nema í Óspakseyrarhreppi þar sem
íbúafjöldi stóð í stað.
Kynjahlutfall í Kirkjubólshreppi hefur löngum vakið nokkra
athygli. Skv. íbúaskrá bjuggu þar í des. 1986 46 karlar, en aðeins
19 konur. Meybarn hefur ekki fæðst í hreppnum síðan 1970, og
fluttist það reyndar þaðan nýfætt. Yngsta stúlkan sem er fædd og
uppalin í Kirkjubólshreppi er nú 22ja ára, en síðan hún leit fyrst
ljós heimsins hafa um 15 sveinbörn fæðst í hreppnum. Líkurnar á
15 sveinbarnafæðingum í röð eru 1 á móti 32.768 (miðað við jafna
tíðni kynja), þannig að þróunin í Kirkjubólshreppi er með ólík-
indum.
Iþróttir
Um 30 Strandamenn tóku þátt í 19. landsmóti UMFI á Húsavík
í júlí og hafa þeir aldrei verið fleiri. Bestum árangri náði Ólafur
Axelsson á Gjögri, en hann sigraði í línubeitingu. Ólafur hefur
keppt í þessari grein á öllum landsmótum frá 1975, en þá sigraði
hann einnig. A mótinu á Húsavík náði Ingibjörg Valgeirsdóttir í
Árnesi 2. sæti í sínum aldursflokki í afmælishlaupi UMFI, sem háð
var í tilefni af 80 ára afmæli samtakanna. Loks ber að geta frammi-
stöðu skákliðs Strandamanna, en sveitin náði 3. sæti á lands-
mótinu.
Skákkeppnin varð söguleg. Tveir af liðsmönnum Stranda-
manna sátu einhvers staðar á Norðurlandi í bilaðri rútu meðan 1.
umferðin var tefld. Þar fóru því 2 vinningar fyrir lítið. Hinir tveir
skákkapparnir í sveitinni höfðu hins vegar farið til leiks á eigin
bílum, og unnu þeir báðir skákir sínar í 1. umferð. Þegar upp var
staðið hafði skáksveit Strandamanna hlotið 14,5 vinninga, en 2
efstu sveitirnar voru með 15 vinninga. Strandamenn höfðu þó
teflt við erfíðari andstæðinga en hinar efstu sveitirnar, og höfðu
t.d. ekki lent gegn Monraddraugnum Skottu.
14
i