Strandapósturinn - 01.06.1987, Blaðsíða 126
Viltu stoppa í Spýtuvík,
elsku Einar minn?
Mig langar að skreppa aðeins út
og vita hvað ég finn.
sagði Kristrún og Vilborg Eiríksdóttir tók undir:
Út mig langar aðeins skoppa
óskin mín til pín er slík.
Elsku, viltu aðeins stoppa
eina stund í Spýtuvík?
En Einar brosti bara út í annað og skellti við skolleyrunum. Það
var kannske von, dagurinn var svo ansi tindilfættur þegar hann
hljóp frá okkur. En við fengum að stansa kortersstund í vík á
heimleiðinni, en þar var svo bratt og störgrýtt að Spýtuvíkin var
umsvifalaust skírð upp og kölluð Hálsbrotsvík. Já, það var og. Við
borðuðum bitann okkar og drukkum úr brúsunum þarna í Veiði-
leysufirðinum.
Nú gnæfðu hin frægu strandafjöll yfir og líktust ótrúlega mikið
Austfjarðafjöllunum. Jafnvel Smátindarnir voru mættir þarna á
Reykjanesfjallgarðinum.
Þegar ég var að alast upp í Hrútafirðinum blöstu við þaðan
kollar fjallanna í norðri, Eyjahyrna, Kaldbakur og Kolbeinsstaða-
fjall. Nú trónuðu skriðurunnir tindar þessara fjalla yfir okkur.
Ekið var yfir myndarlegan háls yfir í Reykjarfjörð.
Ingimundur benti okkur á rústirnar af Kúvíkum, einum þekkt-
asta útgerðarstaðnum frá fyrri öldum. Þeir staðir eru nú allir í
eyði, nema Gjögur, sem blasti við norðan við fjörðinn.
Nokkru innar, eftir að ekið hafði verið ýfir brattar en grónar
skriður, komum við að Djúpuvík.
Hér sneri Marta sér að mér með glampandi augu og rjóðar
kinnar og sagði: „Hér var ég fyrir fimmtíu árum og hér var gaman
að vera“. Og þegar við fórum að bera það upp á hana að hér hefði
hún átt góðan vin, varð hún bara glettnisleg og gerði hvorki að játa
né neita, en sagði:
124