Strandapósturinn - 01.06.1987, Blaðsíða 143
bágborin. Með samanburði við rit sr. Jóns Guðnasonar, Stranda-
menn og nokkur fleiri rit, hef ég rekist á eftirfarandi:
Það er rangt, að Þóra Guðjónsdóttir hafí verið ógift, hún var 3ja
kona Jóns Jasonarsonar, sem var m.a. veitingamaður á Borðeyri
(dáinn 1902). Þau áttu 3 börn. Þóra hefur haldið áfram veitinga-
rekstri eftir lát manns síns.
Skúli faktor var ekki sonur Theódórs Ólafssonar heldur
tengdasonur hans. Skúli var Jónsson frá Auðólfsstöðum í Langa-
dal. Skúli var verslunarstjóri (faktor) á Borðeyri 1904 — 1909.
Melsteð hét Jón og var ættaður úr Staðarsveit. Hann fluttist til
heykjavíkur.
Páll Theódórsson var samkv. framansögðu ekki bróðir Skúla
faktors heldur rnágur hans.
Gísli í Kvíslum var Jónsson frá Hlaðhamri, Jónssonar. Systir
hans var Sigríður kona Sæmundar Lýðssonar í Hrafnadal en frá
þeim er mikill ættbogi.
Ágúst Blöndal á Hlaðhamri var sonur Björns sýslumanns
blöndal á Kornsá. Hann var svili Skúla faktors. Ágúst bjó á Hlað-
hamri 1900-1911.
Guðmundur Bárðarson fluttist að Bæ árið 1902 og bjó þar til
æviloka 1916. (í þættinum er Guðmundur ýmist talinn látinn 1916
eða 1927).
Guðmundur G. Bárðarson var bóndi að Bæ 1904 — 06, Kjörs-
eyri 1906—16, aftur að Bæ 1916 — 22 og síðan kennari til æviloka.
Það er ekki rétt, að Tórnas Jónsson hafí alltaf búið á Kollsá.
Hann bjó að Kollsá 1880—82, Skálholtsvík eitt ár, síðan aftur að
Kollsá til 1896, að Reykjum í Staðarhrepp 1896 — 98 og loks að
Kollsá til æviloka 1926.
Guðmundur á Stóru-Hvalsá var Guðmundsson, bóndi þar frá
1888 til æviloka 1910. Eitthvað virðist það málum blandið að hann
hafi verið bróðir Bjarna á Reykhólum. Foreldrar Bjarna hétu
Þórður Steingrímsson og Halldóra Böðvarsdóttir en foreldrar
Guðmundar voru Guðmundur Ásbjörnsson og Anna Samúels-
dóttir. Einhver minni skyldleiki kann að hafa verið.
Þorvaldur prestur á Melstað, bróðir Ólafs á Kolbeinsá mun
hafa ritað föðurnafn sitt Bjarnarson.
141