Strandapósturinn - 01.06.1987, Side 91
Ingvar Agnarsson
Fuglaskíturinn
Þegar ég var tæplega eins árs gamall fékk ég einhverskonar
krankleika, sem orsakaði að ég var með stöðugan niðurgang.
Gekk þetta svo til mánuð eftir mánuð, hafði enga lyst, horaðist
niður og varð fölur útlits.
Foreldrar mínir áttu þá heima í Stóru-Arvík. Móðir mín hafði
niiklar áhyggjur út af þessari vesöld minni, og reyndi allt hugsan-
legt til að ráða bót á þessu ástandi mínu, en án árangurs. Læknir
var enginn í sveitinni, svo hér var vandi úr að ráða. Þá var það eitt
sinn er móðir mín fór til kirkju í Árnesi, að þar var komin kona úr
annari sveit. Þetta var Guðrún Guðmundsdóttir í Asparvík (f.
18.4. 1884, frá Kjós, Pálssonar). Þær tóku tal saman, og skýrði
móðir mín henni frá lasleika mínum, og hversu þungt sér félli, að
sjá nrig veslast svona upp. Guðrún hugsaði sig um stundarkorn,
en segir svo: „Þú skalt tína fuglaskít, hræra hann saman við ein-
hvern mat, og gefa drengnum þetta á hverjum degi. Ef þetta
gagnar ekki, þá veit ég ekki hvað gæti orðið honum til bjargar. En
ég hef trú á að þetta dugi“.
Þegar móðir mín kom heim til sín, fór hún að ráðurn Guðrúnar
og fann fuglaskít á steinum og klettum í túninu. Amrna mín,
Guðrún Ólafsdóttir, ráðlagði mömmu að fara ekki eftir þessurn
ráðum, því þetta yrði til að drepa mig. En móðir mín sagði henni
að ég væri þá dauður hvort sem væri, ég væri að veslast upp eins og
hún gæti séð og mundi ég bráðlega deyja, ef ekki yrði hér breyting
á. Og hún lét ekki aftra sér, en kom fuglaskítnum ofan í mig. Þessu
hélt hún áfram næstu dagana og raunar lengur. Og viti menn.
Mér fór að batna. Niðurgangurinn smáhætti, og hægðirnar urðu
eðlilegar. Lystin fór að aukast og útlit mitt að batna. Eg komst upp
89