Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1987, Side 73

Strandapósturinn - 01.06.1987, Side 73
um voru allir í önn við heyskap. Var mér síst rótt að vera á ferðalagi og vita þörf fyrir að vera heima um „hásláttinn“ eins og tíðum var til orða tekið. Segir ekki af ferðum mínum, fyrr en ég kem á móts við Stakkanes. Þar ætlaði ég mér reyndar ekki að koma, en sá þá að þar voru menn og hestar á hlaðinu. Kom mér í hug að þarna gæti verið einhver á leið norður yfir heiði. Bóndinn Sigurður Gunnlaugsson stóð úti, og ungur gjörvilegur ferðamaður, sem ég bar ekki kennsl á, með tvo hesta, annar, að mig minnir, með töskur. Heyri ég að maðurinn er ókunnugur, því hann er að spyrja bónda um hvernig Selá sé yfirferðar. Lætur bóndi vel af, hún sé með minnsta móti og því enginn farartálmi. Hvert er nafn þitt spyr bóndi. Ég er búin að gleyma nafni hans, en Sveinsson var hann. „Ertu þá sonur Sveins í Hveravík?“ Hinn kvað nei við því. „Og hvert er ferð þinni heitið?“ „Fyrst til að byrja með,“ ansaði maðurinn, „að Hveravík og í Bjarnarfjörð, svo áfram norður í Árneshrepp til að athuga sund- laugarstæði á þessum slóðum.“ Þegar kom í ljós að ég var Ágústsdóttir, segir Sigurður hlýlega: „Þú ert þó ekki dóttir Ágústar í Kjós?“ Ég þekkd hann og hann kannaðist þá við mig, því ég var kunnug tveim dætrum hans og hafði komið á heimili þeirra hjóna, Guðbjargar Ágústsdóttur og hans, þá búendum á Geir- mundarstöðum í Selárdal, og lengst af við þann bæ kenndur,þó hann á seinni árum færði sig um fet. En því minnist ég á spurn bónda að „eftir lifir mannorð mætt, þó maðurinn deyi.“ Ohætt er að segja að faðir minn var öllum sem hann þekktu að góðu kunnur. Er ekki að orðlengja það, að þessi ókunni maður slóst í för með mér, eftir að Sigurður hafði gengið úr vafa um að öllu væri óhætt hvað Selá snerti. Annars bauðst hann til að fara með okkur. En þess gerðist ekki þörf, ég hafði farið ána fyrir stuttu, og síðan ekki komið dropi úr lofti. Allt gekk að óskum yfir Selá, og skildu leiðir fyrir ofan túnið á Bólstað. Ég spretti af Mósa mínum svo hann gæti velt sér. Tók fram úr honum beislið, hafði það aðeins um háls hans. Hér þekkti hann sig vel og vanur því að njóta nokkurrar hvíldar, 71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.