Strandapósturinn - 01.06.1987, Blaðsíða 29
þess von að skáldgyðjan yrði Stefáni jafn eftirlát og síðar kom á
daginn.
Eg læt mér koma í hug, að Matthías Helgason hafi verið sá fyrsti
utan heimilis sem Stefán sýnir þessi æskuljóð.
Það má óhætt segja að áhugi almennings fyrir skáldskap og
bóklestri var takmarkaður á þeirn tímurn. Manngildi manna var af
flestum gjarnan metið eftir því hve dugmiklir þeir voru við brauð-
stritið.
Jón Þórðarson og Anna Bjarnadóttir fluttust vorið 1903 frá
Stóra-Fjarðarhorni að Hvítadal í Saurbæ í Dalasýslu. Þar bjó þá
annar maður er síðar fluttist burt, Einar Guðbrandsson, sonur
Sigríðar Guðmundsdóttur og Guðbrandar Sturlaugssonar, sem
þjuggu þar allan sinn búskap frá því þau fluttu þangað frá Kald-
rananesi árið 1861.
Einar var ókvæntur en hafði bústýru er Margrét hét. Hún var
glaðlynd, ung stúlka, dóttir Evemíu Indriðadóttui' frá Hvoli og
Gísla Árnasonar en þau voru skilin og hann farinn til Ameríku.
Evemía og Gísli áttu einnig aðra dóttur, Önnu Maríu. „Á þetta
síðasta nafn varpaði vorsólin í Hvítadal brátt bjarma sem ekki
slokknaði rneðan Stefán skáld lifði. Anna var á aldur við Stefán.
Hún var góð og glaðlynd stúlka. Unglingarnir löðuðust hvor að
öðrum en Evemíu grunaði ekkert . . .
■ . . Anna og Stefán sátu oft frammi hjá fossum, þau sátu í
hlíðarbrekku stutt frá móamýrunum, staðurinn þeirra var
skamrnt ofan við bæinn, næstum beint fyrir ofan hann en þau
sáust ekki heiman frá bænum."
Haft var eftir fóstursystur Stefáns, Ragnheiði Guðmunds-
dóttur, að æskuást þeirra Stefáns og Önnu hafi áreiðanlega verið
djúp og viðkvæm. En það átti ekki fyrir þeirn að liggja að eiga
ævina saman, mun þar hafa ráðið úrslitum afstaða móður hennar
Evemíu. Anna var öðrurn gefm.
27