Strandapósturinn - 01.06.1987, Blaðsíða 107
gröf utan við stofugluggann. Þráður frá tækinu var síðan festur í
blikkplötubút. Platan var aftur látin í gamla vatnsfötu. Hún var
svo fyllt með vatni og látin síga niður í gröfma.
Eiríkur var söngmaður góður og gamansamur. Stakk hann
upp á að sungið skyldi yfir moldum fötunnar með hinum mikils-
verða umbúnaði.
Ekki voru það þó neinir hákristilegir sálmar, sem sungnir voru,
heldur veraldlegur kveðskapur í hæsta máta — mansöngsvísur
úr rímum og fleira gott af því tagi. Þetta þótti mér hátíðleg stund,
en fullorðna fólkið hló og gerði að gamni sínu af öllu tilstandinu.
En fatan hvílir eflaust enn í ró og kyrrð í gröf sinni, ef tímans
tönn hefur þá ekki sameinað hana umhverfi sínu.
Nú nálgaðist óðum hin mikla stund. Loftnet og jarðsamband
var tengt og þá hátalari og geymarnir. Þurri geymirinn var erfið-
astur viðureignar enda voru tengistaðir margir og tölurnar sem
þeim fylgdu enn fleiri. Á tækinu sjálfu voru tvær skífur, mátti
færa hvora fyrir sig óháð hinni. Voru þær nú stilltar á töluna 3, en
það var sú tala sem nota átti til að ná Útvarpstöð Islands í Reykja-
vík. Nú var allt tilbúið og takkanum lyft til að opna útvarpið.
Biðu nú allir í ofvæni. Það hefði mátt heyra saumnál detta, en
tækið góða gaf ekkert hljóð frá sér. Það hlaut einhver að tala til
okkar í gegnum þennan töfragrip. En engin rödd barst að eyrum
okkar, ekki nokkurt hljóð. Tækið steinþagði. Vonbrigðin voru
tnikil. Þeim verður ekki með orðum lýst.
Hvað var að? Það var sama hvað gert var. Jafnvel takkinn á
hátalaranum var skrúfaður í marga hringi, en allt kom fyrir ekki.
Ekkert hljóð heyrðist frá tækinu, ekki einu sinni urg. Eitthvað var
að sem ekki tókst að laga. Varð Eiríkur að fara heim við svo búið.
Eg veit ekki hvað foreldrum mínum fór í millum af þessu
tilefni, en það liðu fáir dagar þar til faðir minn lagði af stað til
Isafjarðar með tækið á bakinu, óraleið yfir fjöll og firði.
Um viku seinna kom hann aftur með útvarpið. Nú var allt í lagi.
^ið sátum og hlustuðum gaumgæfilega eftir hverju orði. Ekkert
mátti fara fram hjá manni. Á messur var hlýtt nánast eins og setið
væri í kirkju og húslestrar voru aflagðir. En það breyttist fleira. Já,
105