Strandapósturinn - 01.06.1987, Blaðsíða 81
er sagt, að naut ráðist ekki á þann, sem áður hefur snúið það
niður, það hafi beyg af þeim manni og þori ekki að ráðast á hann.
Þannig er sagt, að Ólafur hafi getað rekið nautið eins og hund á
undan sér út að Bæ. Skipaði hann Gísla að drepa nautið og fór
ekki þaðan fyrr en það var búið. Hann hefur ekki viljað, hann
langafi minn, (hann var faðir Árna föður pabba míns), hafa það í
nágrenni við sig, enda stórhættulegt.
Um hitt nautið er ekki getið. Sennilega hefur það verið sótt yfir
sundið og ekki látið vera þarna eitt, um það veit ég ekki.
Þetta hlýtur að vera einsdæmi, að naut leggi í svona mikið sund
til þess að komast í land. Sagan sýnir líka, hver voði gat stafað af að
hafa svo viðsjálsverða gripi lausa, þó það ætti sér reyndar oft stað
fyrr á tímum.
Kindin, sem vísaði á
lambið sitt
Það fer lítið fyrir því hjá mönnum svona almennt, að þeir veiti
vitsmunum skepnanna athygli og ýmsu háttalagi þeirra, sem væri
þó vel þess vert. Löngum hefur verið talið að hundurinn og
hesturinn séu greindustu húsdýrin og það má rétt vera, svona
yfirleitt. En þó virðist mér sumir hundar oft og tíðum vera bara
heimskir og mun það vera með þá eins og mennina að einstakling-
arnir eru misjafnir.
Annars getur maður lítið um þetta dæmt, við skiljum ekki alltaf
svo vel skepnurnar okkar. En hinu verður þó ekki á móti mælt, að
niargar skepnur sýna oft undravert vit og það meira að segja
sauðkindin eins og ótal frásagnir af forystufé benda til. Mín
reynsla af að umgangast sauðfé hefur og kennt mér að tala varlega
um gáfnaskort eða heimsku hjá þeim skepnum. Ég átti eitt sinn
kind, sem mikið mátti læra af í þessum efnum.
Það var liðið á sauðburðinn og margar af ánum mínum farnar
með lömbin sín út í hagann og frelsið. Ég var að gera við grindina í
79