Strandapósturinn - 01.06.1987, Síða 49
Kveðjur við félagsslit
Ólafsdal 13. nóv. 1898.
Kæri vin! Bestu þakkir fyrir þitt góða bréf 7. þ.m. og fyrir ullina
sem þú sendir. Kembingin gengur allvel, en ýmsar smátafir koma
þó fyrir ennþá . Eg hef von um að það smálagist.
Eg skal ekki vera langorður um Dalafélagið og framtíð þess. Ég
sé á bréfi þínu aðeins það sem ég vissi áður, nfl. að skipting
félagsins er fullráðin norðanfjalls. Ennfremur að hvorki þú né
aðrir Bæhreppingar eru forkólfar þeirra framkæmda. Ég hef
hingað til ekki álitið gagn fyrir félagið að skiptast, en verið getur
að mér hafi missýnst í því sem ýmsu fleiru. En hvað sem því líður,
þá er ekkert nema gott um það að segja að norðanmenn vilja slíta
félagsskapnum við okkur sunnanmenn. Ur því að þeir endilega
vilja það, þá getum við sunnanmenn ekki annað en samþykkt það
orðalaust.
Að líkindum reyna sunnanmenn að halda áfrarn Dalafélaginu,
þó þeim verði það sjálfsagt mjög erfitt, því illt mun þykja að leggja
alveg árar í bát. Það sem mér þykir lakast í þessu máli — og það
eina sem mér þykir að — er það, að ég finn mjög vel að þessi
sundrung er mér að kenna. Hvernig það er mér að kenna þarf ég
ekki að útlista fyrir þér, þú veist það eins vel og ég, þó að okkur
hafi aldrei greint á, eða þó að aldrei hafi risið nein óánægja milli
okkar út úr samvinnu okkar í félaginu.
Ég óska þess af heilurn hug, að skiptingin verði félaginu til
framfara og ég veit líka að allar líkur eru til að svo verði að
norðanverðu, hvað sem um suðurpartinn kann að verða. Þú mátt
reiða þig á það, að ég mun hvorki leynt né ljóst setja mig á móti
skiptingu félagsins, úr því að ég sé að norðanmönnum er alvara að
47