Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1987, Side 60

Strandapósturinn - 01.06.1987, Side 60
hliðstætt þeirri kórónu sem ég hafði séð á mynd í Lögréttu af Piusi páfa tíunda. Kátur skrækti og ég flýtti mér að taka kórónuna af höfði hans. Svo gaut hann bláa auganu sínu upp á mig líkt og hann vildi segja: „Hvers vegna gerðirðu þetta? A slíku átti ég enga von af þér“. Og mér sýndist, eða mér fannst, að tár blikaði í þessu himinbláa auga. Og mig minnir að ég færi einnig að brynna músum. Svo bað ég hann fyrirgefningar og klappaði honum og kjassaði sem bezt ég kunni. Og ég minnist þess ekki að nokkru sinni hafi hlaupið snurða á vináttu okkar meðan báðir lifðu. Eg sagði áðan að tár hefði komið fram í bláa augað á Káti. Hann var nefnilega þannig skapaður, að annað augað í honum var blátt en hitt mórautt. Næsti hundur á eftir Káti var Vaskur. Hann var gulur, með sperrt eyru, töluvert stór og líklega dágóður fjárhundur. Hann varð ekki gamall, dó úr hundapest sem var töluvert algeng á þessum árum. Eg man lítið eftir honum. Þó hef ég sennilega leikið mér við hann, því hann var góður og vinalegur. Einn eiginleika hafði Vaskur í ríkara mæli en aðrir hundar sem ég hefí kynnzt. Hann gat sungið. Það var siður meðan húslestrar voru um hönd hafðir að láta hundana fram áður en byrjað var. Það þótti ekki hlýða að hundar hlýddu guðsorði. Sama gilti einnig um guðsþjónustur í kirkjum. Hundar sem laumast höfðu inn í guðshús með húsbændum sínum voru vægðarlaust teknir frá þeim, þar sem þeir höfðu hreiðrað um sig við fætur þeirra. Það var raunar eitt af aðalstörfum meðhjálparans að fjarlægja slíka óvelkomna kirkjugesti. Ég velti því oft fyrir mér sem krakki, hvers vegna hundar mættu ekki hlýða guðsorði eins og kettir. Við þeim var aldrei amast þótt þeir lægju makindalega uppí einhverju rúminu meðan húslestur var fluttur. En víkjum nú aftur að Vaski. Það henti stöku sinnum að það gleymdist að kalla á hann undan rúminu og reka fram áður en byrjað var að syngja. Bæri svo við kom hann ævinlega framundan rúminu um leið og söngurinn hófst, settist á rassinn frammi fyrir söngfólkinu og hóf upp raust 58
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.